Fréttir
JÓLA DÝRGRIPIRNIR Í GLUGGUM SKÓLANS
27.12.2021
Jólamyndirnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands setja mikinn svip á húsnæðið og umhverfi þess. Þetta er viðvarandi hefð frá þeim tíma þegar sómamaðurinn Árni Sverrir Erlingsson húsasmíðameistari kenndi við Fjölbraut en Árni var upphafsmaður, hugmyndasmiður og aðalhvatamaður þessa verkefnis.
Að sögn Elísabetar H. Harðardóttur núverandi myndlistarkennara vildi Árni fá JÓL í skólann eins í gluggum grunnskólanna. Stigagangarnir fengu króka til að halda uppi myndunum og eins var útbúin haganleg geymsla í myndlistarhorninu þar sem myndirnar voru geymdar milli ára.
Lesa meira
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FSu
21.12.2021
Brautskráning frá FSu tókst að vanda með ágætum á haustönn 2021, þann 18. desember síðastliðinn. Þrátt fyrir að hún væri að hluta rafræn leggja allir sín lóð á vogarskálarnar. Í því sambandi mæðir mikið á stjórnendum skólans. Þar liggur álagið. Allt þarf að vera klárt á réttum tíma. Athöfnin hófst á því að þrír nemendur FSu, Flúðaskóla og Tónlistarskóla Árnessýslu léku á strengjahljóðfæri og fluttu þríleik á fiðlur þar sem strengirnir voru ýmist stroknir eða plokkaðir. Tónverk í frjálsu formi eftir Jósef Helmesberger þar sem Einar Bjartur Egilsson tónlistarkennari stýrði flutningnum og sá um undirleik á píanó. Flytjendur voru Elísabet Anna Dutsjak, Eyrúnu Hrund Ingvarsdóttur og Hildur Tanja Karlsdóttir. Virkilega skemmtilegt INTRÓ.
Lesa meira
Brautskráning haustannar - 18. desember
14.12.2021
Brautskráning haustannar fer fram laugardaginn 18. desember klukkan 13:30. Sjá hlekk á útsendingu í fréttinni.
Lesa meira
ÁFRAM LEIKLIST
13.12.2021
Nemendur í leiklistaráföngum í FSu hafa virkjað sköpunarkraftinn á fjölbreyttan hátt á liðinni haustönn 2021. Unnin hafa verið svokölluð samsköpunarverkefni þar sem hver hópur vinnur með ákveðna leikstíla og þemu. Einnig hafa nemendur unnið að leikritun og persónusköpun þar sem þeir skapa persónur frá grunni og gera þær lifandi og leikandi.
Lesa meira