30.08.2023
Nú á haustdögum verður boðið upp á fjölbreytt námskeið á Garðyrkjuskólanum að Reykjum og á fleiri stöðum. Til dæmis verður hægt að kynna sér grunnatriði skógræktar, aðferðir við að gera skreytingar úr nátturuefni og margt fleira sem áhugafólk um náttúru og náttúrunýtingu hefur áhuga á.
Lesa meira
26.08.2023
Kennsla hófst í FSu 18. ágúst síðastliðinn en dagana á undan komu kennarar til undirbúnings. Skrifstofa skólans opnaði gáttir sínar í byrjun vikunnar þar á undan og stjórnendur komu til starfa. Skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir bauð nýnema velkomna á sal skólans (Gaulverjabæ) á sérstökum nýnemadegi þann 17. og lagði áherslu á að allir í skólasamfélaginu ynnu saman að sameiginlegu og menntandi markmiði. Umhverfismál og dagleg umgengni og virðing fyrir umhverfi okkar var henni ofarlega í huga enda eitt helsta viðfangsefni samtímans.
Lesa meira
16.08.2023
Nemendur sem þurfa nauðsynlega að láta breyta stundatöflum sínum þurfa nú að óska eftir töflubreytingu rafrænt í Innu, fimmtudaginn 17. ágúst milli klukkan 10:00 og 13:00.
Lesa meira
11.08.2023
Nám á öllum brautum garðyrkjunnar hefst með lotuviku 28. ágúst til 1.september. Nemendur mæta að Reykjum, Ölfusi fyrir ofan sundlaugina í Hveragerði nema kennarar taki annað fram.
Drög að stundaskrá verður send nemendum 14. eða 15. ágúst.
Lesa meira