Fréttir
KÁTIR DAGAR OG FLÓAFÁR FRAMUNDAN
28.02.2022
Eins og áður hefur komið fram í fréttapistlum FSu er nauðsynlegt að brjóta upp hefðbundið skólastarf með vettvangsferðum, leikhúsferðum, leiksýningum nemenda, heimsóknum nemenda á vinnustaði, gróðursetningu, fuglaskoðun, áfangamessu og jarðfræðiferðum svo nokkuð sé nefnt. OG nú er komið föstum liði í þeirri starfsemi (dagana 2., 3. og 4. mars) sem kallast KÁTIR DAGAR (og mun dagskrá þeirra birtast á heimasíðu skólans) og FLÓAFÁR og fara alltaf fram á vorönn
Lesa meira
UMHVERFISFRÆÐI OG SJÁLFBÆRNI
22.02.2022
Nemendur í umhverfisfræði – ERGÓ B, eru þessa dagana að vinna að kynningum um áhugasvið sitt og sjálfbærni og bjóða gestum og gangandi að koma að kynna sér þessa áhugaverðu þróun á eftirfarandi tímum í stofu 201 í FSu:
Hópur 1: föstudagurinn 18. febrúar kl. 10:30
Hópur 2: miðvikudaginn 23. febrúar kl. 10.30
Hópur 3: fimmtudaginn 24. febrúar kl. 10:30
Hópur 4: fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13:00
Lesa meira
MYNDLISTARSÝNING OG ÚRVAL SKAPANDI ÁFANGA
17.02.2022
Myndlistarnemar FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Nemendur í framhaldsáföngum fá þá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það aðallega nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi og einn til sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar. Sýningin hefur verið opin frá 20. janúar en lýkur 20. febrúar næstkomandi.
Lesa meira
RÓUM OKKAR LIÐI TIL HAFNAR Í GETTU BETUR
02.02.2022
Framundan er risarimma FSu í sjónvarpssal við Versló í GETTU BETUR eða nánar tiltekið komandi föstudagskvöld 4. febrúar á RÚV og hefst hún klukkan 20.05. Nú þurfa allir Sunnlendingar, vestan og austan lækjar (eins og sagt er hér á kaffistofu starfsmanna) að leggjast á árarnar og róa sínu frábæra liði til hafnar sem er skipað Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur (á 2. ári) - Bjarna Má Stefánssyni og Júlíu Lis Svansdóttur (á 3. ári). Í sameiningu hafa þau lagt að velli hafnfirska Flensborgara og breiðhyltska fjölbrautaskólanemendur.
Lesa meira