Fréttir

ÁFANGAMESSA – FJÖLBREYTNI Í FYRIRRÚMI

Áfangamessa er orðinn fastur liður í starfsemi FSu. Þá setja kennarar skólans upp bása eða kynningarborð á sal skólans (Gaulverjabæ) og nemendur kynna sér fjölbreytt námsframboð. Að þessu sinni verður sá dagur MIÐVIKUDAGURINN 2. OKTÓBER. Tæplega eitt þúsund nemendur stunda nám við FSu og hefur fjöldi nýnema við skólann aldrei verið meiri. VALDAGUR verður síðan 9. október næstkomandi.
Lesa meira

MEÐ BLÝANTINN AÐ VOPNI

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í framhaldsáföngum í myndlist við Fjölbrautaskóla Suðurlands haldi sýningu á verkum sínum í opinberu rými. Nú eru það nemendur úr áfanganum Teikning framhald (MYNL3TK05) sem sýna verk sín í Listagjánni á Bókasafni Árborgar á Selfossi en verkin voru unnin á vorönn 2024. Sýningin kallast Með blýantinn að vopni.
Lesa meira

SAMSTARFIÐ VIÐ BYKO OG HAGA

Öryggismálin eru ofarlega á baugi í trédeild FSu og hefur það verið algjör skylda undanfarin ár að klæðast viðeigandi öryggisfatnaði við nám á húsasmíðabraut. Trédeildin á í frábæru samstarfi við fyrirtækin BYKO og HAGA sem gerir öllum nemendur deildarinnar kleift að klæðast vinnufötum að bestu gerð.
Lesa meira

RÚSÍNUSPÝTINGUR OG STÍGVÉLAKAST

Árleg nýnemaferð FSu var farin þriðjudaginn 10. September síðastliðinn. Það var um 250 manna hópur sem lagði leið sína í félagsheimilið Félagslund í Flóahreppi í hvínandi roki og kulda með gleðina að vopni og yl í hjarta. Í nýnemaferðinni er markmiðið að hrista nýja nemendur enn frekar saman með óhefðbundnum skóladegi í fjölbreyttri þrautakeppni sem kennarar og nemendaráð skólans sjá um. Þar reynir sannarlega á fullt litróf mismunandi styrkleika allt frá svokölluðum rúsíníuspýtingi yfir í spurningakeppni að ótöldu öllu þar á milli. Að auki fer fram kosning á fulltrúa nýnema í nemendaráð á einni stöðinni.
Lesa meira

SKÓLASTARF TIL FJÖRUTÍU OG ÞRIGGJA ÁRA

Fjölbrautaskóli Suðurlands á fjörutíu og þriggja ára starfsafmæli í dag, föstudaginn 13. september. Í byrjun var skólastarfinu dreift um Selfossbæ og kennsla fór fram í ýmsu húsnæði. Fékk skólinn af því tilefni viðurnefnið Hlaupabrautin. Á tíunda áratug síðustu aldar tókst að koma upp glæsilegri byggingu sem í huga margra gengur undir nafninu Gula húsið.
Lesa meira

EINIR KOMA ÞÁ AÐRIR FARA

Við upphaf hvers skólaárs verða alltaf mannaskipti í starfsliði FSu. Einir koma - þá aðrir fara eins og orðtakið segir enda er FSu fjölmennur og lifandi vinnustaður með um það bil eitt þúsund nemendur og starfsmenn.
Lesa meira

DÝRINDIS MORGUNVERÐARHLAÐBOÐ í FSu

Nemendur í áfanganum VBFM1VA12, verkleg- og bókleg færniþjálfun undirbjuggu morgunverðarhlaðborð undir vökulu auga Þóris Erlingssonar matreiðslumeistara og kennara.
Lesa meira

GLÆSILEGIR FULLTRÚAR FSu

Tveir fyrrum nemendur FSu hlutu á dögunum styrki úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands.
Lesa meira

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju haustið 2024

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju verður haldið 7.- 9. október í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Umsóknarfrestur 20.september 2024. Prófgjald Kr. 68.000. Skráning sendist í tölvupósti til agustae@fsu.is. Umsókn skal fylgja fullt nafn, kennitala og heimilisfang.
Lesa meira