Fréttir

Ráðherra í heimsókn

Nýlega heimsótti Lilja Alfreðsdóttir FSu, undirritaði samning um nýja heimavist og notaði um leið tækifærið og skoðaði skólann. Hér má sjá myndir úr heimsókninni.
Lesa meira

Velgengni í stærðfræðikeppni.

Hildur Tanja lenti í 5.-6. sæti yfir landið í forkeppni stærðfræðikeppni framaldsskólanema á yngra stigi.
Lesa meira

Áfangamessa haustið 2020

Í næstu viku er valdagur þar sem nemendur velja sér áfanga fyrir vorönn 2021. Á heimasíðu skólans er hlekkurinn “Áfangamessa”. Þar er OneNote skjal sem er uppfullt af alls konar fróðleik og upplýsingum um námið í skólanum. Endilega kynntu þér málið og kíktu m.a. á frábær kynningarmyndbönd frá ólíkum deildum skólans.
Lesa meira

Góð gjöf

Nemendur á rafvirkjabraut fengu í liðinni viku spjaldtölvur að gjöf frá SART, Samtökum rafverktaka á Íslandi, Rafiðnaðarsambandinu og Endurmenntun rafiðnaðarins. Spjaldtölvurnar nýtast vel til að skoða allt kennsluefni rafvirkjunar á rafbok.is sem er síða sem Rafmennt heldur úti. Kunnum við gefendum bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda þriðjudag klukkan 9 - allar upplýsingar komnar

Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda - rafræn prufukeppni opin um helgina - keppniskrækja kynnt
Lesa meira

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, þriðjudaginn 13 október kl. 9-11:30 RAFRÆNT

STAK - stærðfræðikeppni framhaldsskólanema verður rafræn í ár. Keppnin verður haldin rafrænt samtímis um allt land þriðjudaginn 14. október.
Lesa meira

Tímabundin viðbót við skólareglur FSu

Tímabundin viðbót við skólareglur Fjölbrautaskóla Suðurlands sem gildir meðan á sérstökum sóttvarnarráðstöfunum stendur í skólanum vegna COVID-19 faraldursins: Skólameistara er heimilt að meina nemanda aðgang að skólahúsnæðinu hafi viðkomandi ekki farið að tilmælum og reglum um umgengni um sóttvarnarhólf skólans, ekki virt fjarlægðarmörk eða brotið reglur um sóttvarnir á annan hátt í skólanum.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15. október næstkomandi.
Lesa meira

Fyrirkomulag kennslu til 19. október

Nú liggur fyrir með hvaða hætti kennslan verður næstu vikur eða fram til 19. október. 1. Allt bóknám verður rafrænt - nemendur mæta ekki í skólann. Bóklegu tímarnir eru kenndir skv. stundaskrám í Innu. Kennarar verða til taks fyrir nemendur á þeim tímum. 2. Það eru einhverjar undantekningar á því og þá gilda skilaboð sem kennarar senda til nemenda beint úr Innu.
Lesa meira