Fréttir

ERLENT SAMSTARF Í BLÓMA

ERLENT samstarf skóla er mikilvægt í námi nemenda og ekki síður í skólaþróun. Er samstarfið þá oftast myndað á milli þriggja skóla frá þremur löndum í gegnum evrópska menntasjóði þar sem ákveðin umfjöllunarefni eru tekin til skoðunar. Í gegnum árin hefur FSu verið virkur þátttakandi í slíku samstarfi sem hefur opnað fjölmörgum nemendum aðgang að ólíkum löndum og fjarlægum menningarheimum.
Lesa meira

HEIMSÓKN BANDARÍSKS BLAÐAMANNS OG SKÁLDS

Heimsóknir gesta eru alltaf ánægjuleg tíðindi í skólastarfi. Þeir koma líka í ákveðnum tilgangi og með markmið í huga. Rithöfundar sem lesa upp, leikhópar sem setja upp sýningu, tónlistarfólk, fræðimenn af öllu tagi, sálfræðingar að tala um geðheilbrigði, prestar að tala um sorgarviðbrögð, læknanemar með fræðslu um eðlilegt kynlíf eða ungir fulltrúar annarra skóla að kynna nám að loknum framhaldsskóla og svo mætti lengu telja. Það er alltaf mikilvægt og jákvætt að brjóta upp hefðbundið skólahald með heimsóknum.
Lesa meira