Fréttir

Að velja námsleið að loknum grunnskóla - Að mörgu er að hyggja

Nú rennur upp sá tími þegar nemendur 10. bekkja velja nám að loknu skyldunámi grunnskólans. Á þessum tímamótum hafa ungmennin, í fyrsta sinn á námsferlinum, val um námsleið og skóla. Valmöguleikarnir eru fjölbreyttir og að mörgu þarf að huga. Að vera vel upplýstur um námstækifæri auðveldar flestum valið. Foreldrar eru einn þeirra áhrifavalda sem tengjast ákvörðunartöku ungmenna þeirra þegar kemur að vali á námsgrein og því er hlutverk þeirra mikilvægt. Með þessu greinarkorni viljum við vekja athygli á nokkrum atriðum sem gott er fyrir nemendur og forráðamenn að vita.
Lesa meira

Reisugil á húsasmíðabraut

Í dag luku nemendur á húsasmíðabraut við að reisa sperrur á sumarhúsinu sem þeir eru að smíða á planinu við Hamar. Að sjálfsögðu var flaggað að gömlum sið í tilefni áfangans.
Lesa meira

Kátir dagar

Í vikunni hefjast Kátir dagar í FSu. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér allskyns fróðleg og spennandi verkefni, þrautir og fyrirlestra.
Lesa meira

Náttúrleg eða manngerð hönnun?

"Hvaða hráefni er í fötunum okkar? Kemur það úr náttúrinni eða er það manngert?"
Lesa meira

Fjölbreytt viðfangsefni á húsasmíðabraut

Meginmarkmið með námi í húsasmíði er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði
Lesa meira

Skemmtileg gjöf frá fyrrum nemanda

Skólanum barst nýlega skemmtileg gjöf frá Svíþjóð. Þar var á ferðinni doktorsritgerð Jóns Þorkels Einarssonar, en Jón Þorkell útskrifaðist frá FSu á haustönn 1995 af eðlisfræði- og náttúrufræðibrautum.
Lesa meira

Þrískólafundur í Reykjanesbæ

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í svokölluðu þrískólasamstarfi með Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Samstarfið felur í sér samráð bæði milli stjórnenda og starfsfólks skólanna þriggja, þar sem skólarnir eiga ýmislegt sameiginlegt varðandi námsframboð og starfsumhverfi.
Lesa meira

Menningarferð frönskunemenda

Föstudaginn 26. janúar sl. fóru 20 frönskunemendur frá FSu ásamt Hrefnu Clausen frönskukennara í menningarferð til Reykjavíkur í langferðabíl frá Guðmundi Tyrfingssyni. Á suðurleiðinni æfðu nemendur sig í frönsku með því að látast vera frönskumælandi ferðamenn á ferð um Suðurland. Ekki var slegið slöku við námið og unnu nemendur sleitulaust að lausn verkefna svo kennari mátti hafa sig allan við að koma þeim út úr rútunni þegar til höfuðstaðarins var komið, þvílíkt var kappið við lausn verkefna.
Lesa meira

Bjargráður í heimsókn

Læknanemarnir Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Arnar Guðmundsson heimsóttu nemendur í ERGÓ áföngum og héldu örnámskeið í skyndihjálp og endurlífgun.
Lesa meira

Ferð nokkurra kennara og skólameistara á BETT sýninguna í London 24 – 27. janúar.

Á hverju ári er haldin tæknisýning/ráðstefna í London þar sem helstu nýjungar í skólakerfinu, bæði tæknilegar og fræðilegar, eru tíundaðar fyrir fróðleiksþyrsta kennara og skólastjórnendur. Í lok janúar fóru fjórir starfsmenn FSu á Bett, skólameistari, fjármálastjóri og tveir kennarar.
Lesa meira