Fréttir
VÖFFLUKAFFI OG VETTVANGSFERÐ
27.03.2022
Að lokinni kennslu föstudaginn 26. mars fóru FSu-arar í vöfflukaffi og vettvangsferð í HAMAR sem er stórglæsilegt verknámshús skólans. Eftir að húsið var formlega vígt fyrir nokkrum árum hefur aðstaða til verknáms tekið algerum stakkaskiptum við skólann, framboð og fjölbreytileiki náms aukist til muna, aðstaða eins og best verður á kosið og krafturinn sem býr þarna innanhúss er magnaður.
Lesa meira
SÖNGKEPPNI MEÐ MIKLUM UNDIRBÚNINGI
17.03.2022
Emilía Hugrún Lárusdóttir vann söngkeppni NFSU sem haldin var í vikunni. Emilía Hugrún söng lagið I´d rather go blind með Ettu James. Keppnin var að venju stórglæsileg og umgjörðin öll til fyrirmyndar en að þessu sinni var yfirskrift keppninnar MAMMA MIA.
Lesa meira
SÖNGVAKEPPNIN FER FRAM Í KVÖLD
15.03.2022
Loksins, loksins tekst að halda söngvakeppni FSu og mun hún fara fram í kvöld þriðjudaginn 15. mars. Upphaflega átti að halda hana 24. febrúar en vegna veirufaraldurs var henni frestað í tvígang. En nú er komið að því. Loksins, loksins endurtaka áhugasamir og fagna.
Lesa meira
FJÖR OG KÆTI Í FSu
09.03.2022
KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í fyrstu viku marsmánaðar og tókust sérlega vel að þessu sinni. Skipulag var gott og þátttaka góð og mikið líf í gula húsinu við Tryggvagötu. Segja má að flestir hafi verið búnir að bíða nokkuð lengi eftir uppákomum af þessu tagi eftir veirufrestun síðustu tvö ár. Á Kátum dögum voru haldin fjölbreytt námskeið, kynningar og uppákomur en í Flóafári hópuðust nemendur í lið og kepptu í öllum námsgreinum skólans. Hvert lið fær sérstakt heimasvæði til að skreyta og síðan keppa þau í þrautunum út um allan skóla sem kennarar hafa útbúið. Hugmyndaauðgi liðanna í útliti og skipulagningu heimasvæða var mikil að venju og fór keppnin vel fram.
Lesa meira