Fréttir
Dagskrá og opnunartími næstu vikna
20.12.2024
Í dag er síðasti kennsludagur haustannar. Önninni lýkur ekki formlega fyrr en á nýju ári. Skrifstofa skólans verður lokuð yfir jól og áramót. Hún opnar fimmtudaginn 2. janúar kl. 8:00.
Lesa meira
Uppfært skóladagatal
09.12.2024
Búið er að uppfæra dagatal skólans fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Lesa meira
Ekki verkfall í FSu 1. febrúar
05.12.2024
Eftirfarandi tilkynning barst skólanum fyrr í dag:
Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í FSu verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn munu hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar.
Lesa meira
Kennsla hefst á ný!
30.11.2024
Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Það þýðir að skólastarf hefst á ný í FSu eftir helgi.
Lesa meira
Námskeið í meðferð keðjusaga nýtur mikilla vinsælda hjá Garðyrkjuskólanum
28.11.2024
Dagana 22. - 24. nóvember var haldið námskeið í tráfellingum og grisjun með keðjusög á Hallormsstað á vegum Endurmenntunar Græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSu. Þetta er annað námskeiðið á Hallormsstað á þessu hausti því fullskipað var á námskeið sem haldið var í október og annað námskeið fylltist fljótt.
Búið er að auglýsa nýtt námskeið á Garðyrkjuskólanum á Reykjum í janúar 2025, dagana 21. - 23. janúar. Skráningar eru þegar farnar að berast svo áhugasamir ættu að hafa samband sem fyrst. Skráning fer fram með tölvupósti á gardyrkjuskolinn@fsu.is
Lesa meira
Verkfall félagsmanna KÍ stendur enn yfir
27.11.2024
Verkfall félagsmanna KÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur staðið yfir í rúmar fjórar vikur.
Lesa meira
Paprikutilraunir á Reykjum fara vel af stað
05.11.2024
Starfsmenn Garðyrkjuskólans/FSu á Reykjum hafa í haust unnið að uppsetningu athugunar í tilraunahúsi garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi þar sem leitast er við að fá upplýsingar um hentugt lýsingarmagn í vetrarræktun papriku í íslenskum gróðurhúsum. Að tilrauninni koma nokkrir aðilar, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins (RML), Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) og Búgreinadeild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum. Íslenskir paprikuræktendur áttu frumkvæði að verkefninu.
Lesa meira
Samstarf við Gastec og Fossvélar
04.11.2024
Vélvirkjadeild skólans er í góðu samtarfi við Gastec og Fossvélar varðandi vinnufatnað og verkfærapakka.
Lesa meira
Verkfall félagsmanna KÍ
29.10.2024
Verkfall félagsmanna KÍ í níu skólum hófst á miðnætti. FSu er einn þessara skóla.
Lesa meira