Fréttir
TUTTUGU OG SEX SVEINAR Í HÚSASMÍÐI
07.07.2023
Helgina 2. júní til 4. júní síðastliðinn var haldið sveinspróf í húsasmíði við FSu en sveinspróf iðngreina krefst mikils undirbúnings bæði af kennurum og nemendum. Prófið hófst stundvíslega klukkan 8.30 en prófað er bæði í bóklegum efnum og verklegum. Að sögn Lárusar Gestssonar fagstjóra tréiðna er sveinspróf „hvort tveggja í senn afar skemmtilegur en krefjandi tími fyrir nemendur. Mikil vinna á krefjandi lokaönn í skóla og svo þriggja daga lokapróf.”
Lesa meira
AUKIN KRAFTUR Í ALÞJÓÐLEGUM NÁMSKEIÐUM
03.07.2023
Endurmenntun er nauðsynlegur þáttur í öflugu skólastarfi og eru starfsmenn FSu duglegir að sækja sér slíka menntun. Á síðasta skólaári 2022 til 2023 sóttu 24 starfsmenn alþjóðleg endurmenntunar námskeið víða í heiminum. Árið 2021 fékk skólinn Erasmus+ styrk til endurmenntunar en vegna ástandsins sem Covid skapaði var í raun ekki hægt að nýta hann fyrr en árið 2022 og var hann fullnýttur vorið 2023.
Lesa meira