Fréttir

Breyting á skipulagi skólasóknar í næstu viku 7.-11. september

Vikuna 7.-11. september mæta allir nýnemar í skólann í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Nemendur í verknámi mæti í bóklega tíma samkvæmt stundaskrá í Innu og mæta líka í verklega áfanga samkvæmt núverandi skipulagi. Ef það verður árekstur farið þið úr verklegum tíma og í þann bóklega ef hann er á sama tíma. Bóklega námið gengur fyrir í þessari viku.
Lesa meira

Heimatenging nemenda við Snöru

Nemendur skólans fá ársaðgang að Snöru, (veforðabókum) heim fyrir aðeins 990 kr. Þá skrá þeir sig inn á Snöru með Microsoft-innskráningu og skólanetfanginu. Opna Snöru, smella á „Innskráning“, smella á „Innskrá með Microsoft“ og skrá sig inn með skólanetfanginu.
Lesa meira

Myndlistarsýning í Listagjánni

Myndlistarnemar FSu sýna reglulega í opinberu sýningarrými utan skólans. Nemendur í framhaldsáföngum fá þá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum.
Lesa meira

FSu fær jafnlaunavottun

Unnið var að jafnlaunavottun við FSu á sl. skólaári. Það voru skólameistari, aðstoðarskólameistari og fjármálastjóri sem báru hita og þunga af þeirri vinnu sem reyndist mjög lærdómsrík fyrir alla hlutaðeigandi.
Lesa meira

Kennsla hefst - fyrirkomulag og reglur í staðnámi

Fyrsti kennsludagur á haustönn 2020 Kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 8:15. Fyrstu tveir tímarnir verða rafrænir en kl. 10:25 í tvöfalda tímanum, verður kennslan í FSu samkvæmt stundaskrá. Stundaskrá hvers nemanda segir til um námsgreinina og staðsetningu hennar í stofum. Það sem skiptir öllu máli er að við höfum samskiptin snertingalaus, höldum 1 metra fjarlægð hvort frá öðru og þvoum og sprittum/sótthreinsum hendur reglulega.
Lesa meira

Skipting skólahúsnæðis vegna sóttvarna

Skipting skólahúsnæðis vegna sóttvarna
Lesa meira

Aðgangur að INNU og Office365 í FSu

Innskráning í INNU er með rafrænum skilríkjum, Íslykli eða skólalykilorði.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar haustið 2020

Rafrænar töflubreytingar haustið 2020, þriðjudaginn 18. ágúst frá klukkan 9 til 12.
Lesa meira

Starfsmenn heiðraðir

Tveir starfmenn voru heiðraðir við starfslok á brautskráningu vorannar, þeir Arnlaugur Bergsson og Þórarinn Ingólfsson. Formaður Hollvarðasamtakanna og fyrrum skólameistari, Örlygur Karlsson flutti þeim kveðju við brautskráningu.
Lesa meira

Ólöf María dúx

Ólöf María Stefánsdóttir er dúx FSu á vorönn 2020. 96 nemendur brautskráðust föstudaginn 29. maí, í óhefðbundinni brautskráningu. Vegna samkomutakmarkana var brottfarendum skipt niður í tvo hópa og tvær athafnir fóru fram kl. 13 og kl. 15.
Lesa meira