Fréttir

Ljósmyndamaraþon á Kátum dögum

Ljósmyndamaraþon var haldið á Kátum dögum. Að þessu sinni tóku 6 lið þátt í keppninni. Dómnefnd valdi bestu myndaseríuna og bestu myndir í hverjum flokki. Verðlaun voru veitt fyrir þær myndir og voru þau afhent á lokahnykk Kátra daga. Myndirnar og úrslitin má sjá hér.
Lesa meira

Abbalabbar í ævintýrum

Það er alltaf ákveðin eftirvænting í lofti þegar ferðanefnd Abbalabba, gönguklúbbs starfsmanna FSu, setur upp auglýsingu fyrir væntanlega göngu sumarsins.
Lesa meira

Kátir dagar og Flóafár

Á morgun, miðvikudag hefjast Kátir dagar í Fsu kl. 10.30. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér allskyns fróðleg og spennandi verkefni, þrautir og fyrirlestra. Þau velja sér viðfangsefni en það er skyldumæting í skólann þessa daga. Nemendur þurfa að framvísa vegabréfi inn á viðburðina og fá kvittun til að fá mætingu gilda.
Lesa meira

Lesvél á fsu.is

Vefur skólans er í stöðugri þróun og uppfærslu. Nú hefur svokölluð lesvél verið virkjuð á vefnum. Lesvélin gerir notendum kleift að hlusta á efni og greinar á vefnum. Jafnframt er hægt að stækka og breyta leturgerð, fletta orðum upp í orðabók og láta vélina þýða einstök orð. Eina sem þarf að gera er að smella á frétt eða grein og þá birtist hnappur þar sem hægt er að velja að hlusta. Allt efni vefsins er þannig aðgengilegt að PDF skrám undanskyldum.
Lesa meira

Þrískólafundur

Löng hefð er fyrir samvinnu FSu, Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samstarfið felur í sér samráð bæði milli stjórnenda og starfsfólks skólanna þriggja, þar sem skólarnir eiga ýmislegt sameiginlegt varðandi námsframboð og starfsumhverfi.
Lesa meira

Fyrirlestur um loftslagsmál

Allir nýnemar í skólanum sóttu fyrirlestur á sal þar sem rithöfundurinn Andri Snær Magnason ræddi um loftslagsmál í víðu samhengi.
Lesa meira

Heimsókn í Set

Nemendur í verknámi fór í dag í heimsókn í Set röraframleiðslu á Selfossi. Starfsemi fyrirtækisins var kynnt og fengu nemendur að skoða framleiðsluferlið
Lesa meira

Listasýning í upphafi árs

Árið og önnin byrja með hvelli í myndlistardeildinni en tekin hefur verið upp sú nýbreytni að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans og eru það nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Það eru nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi sem ríða á vaðið og sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 10. - 30. janúar.
Lesa meira

Skóli hefst og Gettu betur byrjar

Vorönn 2020 er hafin og mættu nemendur hressir eftir jólafrí til náms þriðjudaginn 7. janúar. Um 750 nemendur eru skráðir í nám við skólann. Upphaf annar markar líka upphaf spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en lið FSu hefur leik í kvöld og mætir Tækniskólanum kl. 20. VIð hvetjum alla til að hlusta á keppnina, en hægt er að hlusta á viðureignina á RÚV Núll https://www.ruv.is/null. ÁFram FSu!
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar

Nemendur sem þurfa nauðsynlega að láta breyta stundatöflum sínum þurfa nú að óska eftir töflubreytingu rafrænt í Innu, mánudaginn 6. janúar milli 10:00 og 13:00. Nemendur sjá síðdegis eða undir kvöld hvort tafla þeirra hafi breyst samkvæmt ósk eða ekki. Hafi taflan ekki breyst hefur ekki verið unnt að gera breytinguna. Ástæða þess er oftast sú að hópar eru orðnir fullir.
Lesa meira