Fréttir
Gerður Kristný heimsækir íslenskunemendur
22.03.2018
Gerður Kristný skáld heimsótti FSu í vikunni. Nemendur í áfanganum íslenskar nútímabókmenntir buðu henni hingað í tengslum við verkefni sem þeir unnu.
Lesa meira
Góð bókagjöf
21.03.2018
Björn Rúriksson, bókaútgefandi og ljósmyndari, hefur gefið skólanum ljósmyndabækur á þýsku, frönsku og dönsku.
Lesa meira
Söngglaðir Texasbúar heimsækja FSu
20.03.2018
Kór FSu fékk til sìn góða gesti 14. mars síđastliđinn. Þar var á ferðinni kór að nafni Kingwood choir og komu þau alla leið frá Houston i Texas.
Lesa meira
Glæsilegar grímur
19.03.2018
Í hársnyrtiiðn læra nemendur iðnteikningu þar sem kennd er m.a teikning, stafræn myndvinnsla og grímugerð. Einn liður í listsköpun nemenda er að búa til gifsgrímu og reynir þá mjög á hugmyndaflug og sköpunargleði nemenda.
Lesa meira
Forseti Íslands kemur í heimsókn
16.03.2018
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti skólann í dag í tengslum við Regnbogadaga. Forsetinn ræddi við nemendur á sal um að fagna fjölbreytileikanum, mennskuna, um að hafa trú á sjálfum sér og margt fleira. Nemendur fengu tækifæri til að spyrja forsetann spurninga og heilmiklar umræður sköpuðust.
Lesa meira
Fyrirlestur um afrekshugsun
16.03.2018
Ólafur Stefánsson, einn besti handknattleiksmaður sögunnar og fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, kom í heimsókn í handknattleiksakademíu FSu í liðinni viku.
Lesa meira
Rafiðnaðardeild fá kynningu á ljósleiðurum
15.03.2018
Nemendur á fjórðu önn grunndeild rafiðna fóru ásamt kennara í heimsókn til TRS á Selfossi og fengu kynningu og kennslu í meðferð ljósleiðara og notkun þeirra.
Lesa meira
Regnbogadagar hefjast á morgun
14.03.2018
Regnbogadagar hefjast á morgun, fimmtudag. Endilega kynnið ykkur skemmtilega og fjölbreytta dagskrá.
Lesa meira
Fræðsla um starf slökkviliða
13.03.2018
Nemendur í áfanganum STAS1XA02 fóru í vettvangsferð í Björgunarmiðstöðina á Selfossi í lok febrúar. Það var tekið einstaklega vel á móti hópnum. Sjúkraflutningamaður fræddi nemendur um starfið, sýndi þeim sjúkrabíl og útbúnaðinn sem þarf að vera til staðar.
Lesa meira
Skemmtileg gjöf
12.03.2018
Skemmtileg uppákoma varð nýlega á kaffistofu kennara í F.Su þegar tvær námsmeyjar í myndlist, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Katla Sif Ægisdóttir, færðu stjórnendum málverk sem þær vildu gefa skólanum.
Lesa meira