09.03.2018
À sjöttu önn ì vélvirkjun læra nemendur à CNC vélar. CNC stendur fyrir tölvustýrðar smíðavélar. CNC vélarnar ì FSu eru frà HAAS, vélar af þessu tagi eru notaðar við kennslu ì Hàskòlanum ì Reykjavìk.
Lesa meira
08.03.2018
Tveir nemendur úr FSu, sem nú stunda nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, fengu nú um áramótin sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur.
Lesa meira
07.03.2018
Kátir dagar voru haldnir í liðinni viku, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur geta raðað saman eigin dagskrá útfrá viðburðum sem að sérstök Kátudaganefnd setur saman
Lesa meira
04.03.2018
Verið velkomin á opið hús í FSu þriðjudaginn 6. mars kl. 17-19.
Lesa meira
03.03.2018
Þjóðhátiðarliðið sigraði hið árvissa Flóafár sem fór fram á föstudag. Í Flóafári keppa lið undir stjórn nemenda í þrautum sem starfsmenn skólans útbúa. Keppt er um stig fyrir þrautarlausnir og að klára á góðum tíma. Skólinn allur er undirlagður, hver krókur og kimi notaður og mikill metnaður hjá öllum liðum að vera með flottan heildarsvip, útbúa sitt svæði, halda góðum liðsanda, semja skemmtiatriði og skipuleggja sig vel. Fjögur lið tóku þátt að þessu sinni, hvert með sinn einstaka stíl, Þjóðhátið, NBA, Bjarnabófar og Baywatch.
Lesa meira
01.03.2018
Nú rennur upp sá tími þegar nemendur 10. bekkja velja nám að loknu skyldunámi grunnskólans. Á þessum tímamótum hafa ungmennin, í fyrsta sinn á námsferlinum, val um námsleið og skóla. Valmöguleikarnir eru fjölbreyttir og að mörgu þarf að huga. Að vera vel upplýstur um námstækifæri auðveldar flestum valið. Foreldrar eru einn þeirra áhrifavalda sem tengjast ákvörðunartöku ungmenna þeirra þegar kemur að vali á námsgrein og því er hlutverk þeirra mikilvægt. Með þessu greinarkorni viljum við vekja athygli á nokkrum atriðum sem gott er fyrir nemendur og forráðamenn að vita.
Lesa meira
27.02.2018
Í dag luku nemendur á húsasmíðabraut við að reisa sperrur á sumarhúsinu sem þeir eru að smíða á planinu við Hamar.
Að sjálfsögðu var flaggað að gömlum sið í tilefni áfangans.
Lesa meira
26.02.2018
Í vikunni hefjast Kátir dagar í FSu. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér allskyns fróðleg og spennandi verkefni, þrautir og fyrirlestra.
Lesa meira
23.02.2018
"Hvaða hráefni er í fötunum okkar? Kemur það úr náttúrinni eða er það manngert?"
Lesa meira
19.02.2018
Meginmarkmið með námi í húsasmíði er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði
Lesa meira