Fréttir

SKÓLASTARF KOMIÐ Á RÓL

Undirbúningur skólastarfs í FSu kallast einu nafni RÓL sem á sér merkingar eins og að vera komin á fætur eða vera á ferli eða röltinu svo eitthvað sé nefnt. Að minnsta kosti hefur eitthvað vaknað sem er komið á hreyfingu. Eins og skólastarf. Svo má finna þetta áhugaverða orð í bókmenntum eins og í bjarta sálminum: „Nú er ég klæddur og kominn á ról, kristur Jesús veri mitt skjól.” Og meira að segja í myrkviðum Grýlukvæðis stendur: „Nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á rólunum.” Hún gafst sem sagt upp á að hreyfa sig og er það okkur öllum til góðs.
Lesa meira