Fréttir
Samningur við Landsvirkjun
11.03.2025
Fjölbrautaskóli Suðurlands og Landsvirkjun hafa endurnýjað samstarfssamning sín í milli. Samningunum er ætlað að styðja við verklegt iðnnám rafvirkja- og vélvirkjabrauta við FSu. Einnig er markmiðið að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir nemendum skólans.
Lesa meira
HVAÐ ER HINSEGINLEIKI?
09.03.2025
Jafnréttisnefnd FSu, nemendaráð og starfsfólk FSu stóðu saman að glæsilegri HINSEGIN viku í FSu vikuna 24. til 28. febrúar. Skólinn uppfærði fánann sinn í gegnum Hinsegin kaupfélagið og var honum flaggað upp í himin auk þess sem veggir, stofur, gangar, mötuneyti og starfsfólk var skreytt með öllum regnbogans litum.
Lesa meira
ÉG KEM HINGAÐ SEM GJÖF
05.03.2025
Afreksþjálfarinn Þórir Hergeirsson heiðraði nemendur og starfsfólk FSu með nærveru sinni mánudaginn 3. mars síðastliðinn. Tilefnið var nægt með hliðsjón af afrekaskrá hans en hin hliðin á Þóri er sú að hann er gegnheill Selfyssingur og 40 ára FSu stúdent. „Ég kem hingað sem gjöf” orðaði hann af húmor og auðmýkt en skýringin er sú að útskriftarhópur hans ákvað að gefa nemendum og starfsfólki FSu fyrirlestur með Þóri. Fullyrða má að það hafi verið vel þegin gjöf. Fullur salur af áhugasömum nemendum og kennurum og öðrum þeim sem vildu hlusta og nema og hitta kappann.
Lesa meira