Fréttir
AÐ SJÁ VEÐURFRÆÐINGA AÐ STÖRFUM
28.02.2025
Nemendur í JARÐ3VE05 sem ígrunda veður og haffræði fóru í heimsókn á Veðurstofu Íslands þann 20. febrúar síðastliðinn. Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur tók á móti og fengu nemendur fræðslu um starfsemi veðurstofunnar og tækifæri til að koma með ýmsar spurningar.
Lesa meira
SAMVINNAN VIÐ BYGGÐASAFN ÁRNESINGA
21.02.2025
Miðvikudaginn 12. febrúar síðastliðinn heimsóttu nemendur á lokaönn í húsasmíði Byggðasafn Árnesinga ásamt kennara sínum Lárusi Gestssyni. Eins og flestir vita er byggðasafnið staðsett á Eyrarbakka en þeir mættu vera enn fleiri. Trédeild FSu hefur farið á Byggðasafnið síðustu ár tvisvar á lokaönn með nemendur úr áfanganum HÚSV3HU05.
Lesa meira
FSu er fyrirmyndarstofnun árið 2024
17.02.2025
Sameyki kynnti niðurstöður í vali á stofnun ársins 2024 þann 13. febrúar síðastliðinn. Alls tóku 140 ríkisstofnanir þátt en þeim er skipt í þrjá stærðarflokka. Fimm efstu stofnanir í hverjum flokki fá sæmdartitilinn „fyrirmyndarstofnun“. FSu varð í þriðja sæti af 46 í flokknum stofnanir með 90 eða fleira starfsfólk.
Lesa meira
MENNTAVERÐLAUN SUÐURLANDS AFHENT Í FSu
13.02.2025
HEFÐ er fyrir því að menntaverðlaun Suðurlands séu afhent í hátíðarsal FSu sem kallast Gaulverjabær. Að þessu sinni hlutu þau fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar sem staðið hefur fyrir hagnýt og ókeypis íslenskunámskeið fyrir foreldra grunnskólabarna með fjöltyngdan og fjölmenningarlegan bakgrunn.
Lesa meira
ALVIÐRA OG UPP Á INGÓLFSFJALL
11.02.2025
Það er ekki aðeins nemendur í útivistaráföngum FSu sem klífa fjöll undir leiðsögn kennarana Ásdísar Ingvarsdóttur og Sverris Ingibjartssonar. Frá því síðasta haust hefur fjallgöngum fjölgað undir styrkri stjórn starfsmannafélagsins. Og allir hvattir til dáða.
Lesa meira
NÝSVEINAHÁTIÐ OG SKÖPUN
09.02.2025
Heiðurskennarar Lárus Gestsson fagstjóri húsasmíðagreina og Gísli Viðar Oddsson fagstjóri málmiðnaðargreina fóru fyrir hönd FSu á nýsveinahátíð 2025 sem haldin var á Hótel Natura í í gær 8. febrúar. Og til að rifja upp fyrir ófróða var Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur stofnað 1897.
Lesa meira
Námsver FSu
07.02.2025
Frá og með mánudeginum 10. febrúar verður boðið upp á námsver í FSu.
Lesa meira
FERÐALAG INN Í SÆNSKT ELDHÚS
06.02.2025
Níu heiðursnemendur og tveir kennarar í grunnnámi matvæla og ferðagreina við FSu heimsóttu Tranellska gymnasiset í Västerås í Svíþjóð dagana 19. til 23. janúar síðastliðinn með námstyrk frá Erasmus.
Lesa meira
Heimsókn frá Rótarýklúbbi Selfoss
04.02.2025
Rótarýklúbbur Selfoss heimsótti Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudagskvöldið 29. janúar.
Lesa meira