Fréttir

VORIÐ ER KOMIÐ í FSu

Vorið er til ýmissa verka nytsamlegt. Í FSu eru flest verk unnin innandyra með annarlokum og lokaprófum, verkefnayfirferð og einkunnaskilum, alls konar skráningum og skipulagi, tilfærslum og þrifum og svo lýkur skólaárinum með útskrift nemenda í bóklegum og verklegum greinum þann 26. maí 2023 næstkomandi.
Lesa meira

FERTUGUR FJÖLBRAUTASKÓLAKÓR

Sunnudaginn 30. apríl síðastliðinn hélt Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands hátíðlega afmælistónleika í Selfosskirkju, en á þessu ári eru 40 ár síðan kórinn var stofnaður. Í upphafskynningu kórfélaga kom fram að Heimir Pálsson, fyrsti skólameistari skólans, hafi orðið við ósk nokkurra nemenda vorið 1983 um að stofnaður yrði kór við skólann. Sjálfur hefur hann sagt frá því í ræðu og riti að hann hafi þá farið fram á það við nokkra karlkyns kennara að þeir mættu á kóræfingar – en til að byrja með sóttu ekki margir strákar í kórstarfið. Það breyttist þó fljótlega, en lengi vel voru nokkrir kennarar virkir kórmeðlimir.
Lesa meira

FJÖLBREYTT MÁLSTOFA SJÚKRALIÐABRAUTAR

Miðvikudaginn 19. apríl - síðasta vetrardag - kynntu útskriftanemar af sjúkraliðabraut FSu lokaverkefni sín á málstofu í kennslustofum 3 og 4 í Iðu. Fólki var boðið á viðburðinn til að hlusta og sjá og mættu um 25 manns fyrir utan þá 10 nema sem kynntu lokaverkefni sín. Að sögn Írisar Þórðardóttur hjúkrunarfræðings og kennara á sjúkraliðabraut er þessi viðvburður alltaf eins og velkomin vorkoma. Að hennar sögn voru „verkefnin hugmyndarík og mjög vel fram sett af öllum nemendum sem voru sér og skólanum til mikils sóma.” Fjölbreytni viðfangsefnanna var mikil og má hér á eftir glöggva sig á þeim og nemendunum sem gerðu þeim skil.
Lesa meira

SAMSTARF SEM ER MIKILS VIRÐI

Eins og undanfarin ár er Trédeild FSu í samstarfi við BYKO um smíði sumarhúsa í húsasmíðaáföngunum HÚSA3HU09 og HÚSA3ÞÚ09. Þetta samstarf er mikils virði fyrir trédeildina og ómetanlegt að geta leyst raunhæf verkefni og þurfa ekki að bera fjárhagslega ábyrgð á þeim. „Þetta samstarf hefur gengið vel og við munum leggja okkur fram um að svo verði áfram” segir Lárus Gestsson fagstjóri og kennari í trédeild.
Lesa meira

Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA

Samstarf milli kennslugreina fer vaxandi í FSu. Enda er frekar hvatt til þess en latt í gildandi námskrá. Af því tilefni og öðru efndu sögukennarinn Lárus Ágúst Bragason og íslenskukennarinn Jón Özur Snorrason til samstarfs. Báðir kenna þeir á þessari önn hvorn sinn áfangann í Íslandssögu og bókmenntasögu 17. til 19. aldar og ákváðu að fara í dagstúr mánudaginn 17. apríl síðastliðinn með nemendur og sækja HÚSIÐ á Eyrarbakka heim.
Lesa meira

Sumarið er komið í Garðyrkjuskólanum

Morgunbirtan er falleg á Reykjum og staðurinn iðar af fólki sem leggur síðustu hönd á undirbúning fyrir opna húsið okkar í dag. Við verðum sko tilbúin til að taka á móti gestum klukkan 10. Vonumst til að sjá fjölmenni hér til að fagna sumarkominni með okkur.
Lesa meira

Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum

Opið hús verður í Garðyrkjuskólanum að Reykjum á sumardaginn fyrsta sem í ár ber upp á 20. apríl. Húsið verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 og það verður boðið upp á alls konar afþreyingu.
Lesa meira

AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ NEMENDUR

Halla Dröfn Jónsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hún mun sinna starfi skólafélagsráðgjafa. Halla Dröfn hefur lengi starfað innan velferðarþjónustu með börnum og fjölskyldum þeirra en sú reynsla hennar mun nýtast vel í þessu starfi. Hlutverk félagsráðgjafa er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir nemendur sem þurfa ráðgjöf og/eða stuðning við hinar ýmsu áskoranir lífsins. Halla mun einnig sinna hlutverki tengiliðs sem kveðið er á um í nýjum farsældarlögum. Með eflingu nemendaþjónustu vill skólinn tryggja samþætta þjónustu í þágu ungmenna og efla forvarnarstarf og snemmtækan stuðning í nærumhverfi nemenda.
Lesa meira

AÐ HÆTTI HNALLÞÓRU

Ein af starfsmannahefðum í skólastarfi FSu er að halda AFMÆLISKAFFI. Það er haldið fjórum sinnum á ári og felst í því að afmælisbörn þriggja mánaða í senn taka sig saman og baka og bjóða samstarfsmönnum sínum upp á góðmeti að hætti Hnallþóru.
Lesa meira

KONFEKTNÁMSKEIÐ OG KYNFRÆÐSLA

KÁTIR DAGAR eru árlegur viðburður í FSu en þá er hefðbundin kennsla lögð niður og teknir upp aðrir siðir. Að þessu sinni fóru þeir fram í öllu skólahúsnæði FSu dagana 1. og 2. mars. Námskeið eru þá haldin og keppnismót, streymi og spilað á stokk og í tölvu, kynningar og bingó svo nokkuð sé nefnt. Að þessu sinni voru dagarnir sérlega kátur undir stjórn nemenda og kennaranna Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur og Bjarneyjar Sifjar Ægisdóttur.
Lesa meira