Fréttir
ÁRANGURSRÍKUR ÞRÍSKÓLAFUNDUR
03.02.2023
Þrískólafundur er það þegar allir starfsmenn framhaldsskólanna Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja hittast og bera saman bækur sínar. Þetta eru gagnkvæmar og gefandi samkomur haldnar á tveggja ára fresti. Að þessu sinni var hist á Akranesi miðvikudaginn 1. febrúar. Lagt var af stað með rútu frá FSu klukkan átta að morgni og komið aftur heim klukkan fjögur.
Lesa meira
FRÁBÆR BYRJUN FSu Í GETTU BETUR
24.01.2023
Útvarpshluta spurningarkeppninnar GETTU BETUR er nú lokið með frábærum árangri FSu. Tveir öflugir og fjölmennir framhaldsskólar lagðir að vell á sannfærandi hátt. Í fyrstu umferð þann 11. janúar var Borgarholtskóli sigraður með 26 stigum FSu gegn 8 og í annarri umferð – og viku síðar - var það Menntaskólinn við Hamrahlíð sem laut í lægra haldi í átta stigi sigri FSu 25 stig á móti 18. Að þessu sinni var keppnin ekki hluti af dagskrá Rásar 2 heldur send út í beinu streymi á vegum RÚV – og er það breyting sem fellur ekki öllum í geð.
Lesa meira
Í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA
10.01.2023
Það er við hæfi að heilsa nýju ári í FSu og nýjum áskorunum komandi annar með því að rifja upp helstu atburði liðinnar haustannar. Það er gert með því að draga út valda atburði úr nýjasta ANNÁL aðstoðarskólameistara Sigursveins Sigurðssonar sem hefð er fyrir að flytja við hverja brautskráningu nemenda. En um er að ræða 83. flutning á starfsannál frá stofnun skólans haustið 1981.
Lesa meira