Fréttir
Fréttir af kór FSu
11.11.2016
Kór Fsu hefur í nógu að snúast og starfið fjölbreytt. Nú vinnur kórinn að undirbúningi söngferðalags til Dublin á vorönn 2017.
Lesa meira
Arna Dögg, Bergrún og Birta Rós sigra söngkeppni FSu
11.11.2016
Þær Arna Dögg Sturludóttir, Bergrún Gestsdóttir og Birta Rós Hlíðdal fóru með sigur af hólmi í Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu í gærkvöld. Tríóið söng lagið Don´t worry about me með Frances.
Lesa meira
Hestabraut FSU 10 ára
10.11.2016
Hestabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands hélt upp á 10 ára starfsafmæli fimmtudaginn 3. nóvember s.l. í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Nemendur og kennarar á hestabraut buðu öllum áhugasömum að koma á sýningu til að fræðast um starf brautarinnar og fagna með þeim þessum merka áfanga. Sýningin heppnaðist afar vel og var þétt setið í stúkunni. Í kjölfar ávarps skólameistara Olgu Lísu Garðarsdóttur héldu nemendur um klukkustundar langa sýningu þar sem þau kynntu hluta af því sem er verið að kenna í verklegum reiðmennskutímum brautarinnar.
Lesa meira
Sérstakar prófaðstæður
09.11.2016
Við viljum minna á að nú er hægt að sækja um sérstakar
prófaðstæður í lokaprófum í desember hjá náms- og
starfsráðgjöfum. Umsóknarfrestur um sérstakar prófastæður er til og með 18. nóvember.
Lesa meira
Náms- og starfsráðgjöf er allt í senn – fræðandi, græðandi og leiðbeinandi
09.11.2016
Agnes Ósk Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi við FSu, ritaði grein um mikilvægi náms- og starfsráðgjafar í skólastarfi ásamt þeim Eydísi Kötlu Guðmundsdóttur, Fræðslunetinu, og Jóhönnu Einarsdóttur, Sunnulækjarskóla.
Lesa meira
Höfðingleg gjöf frá Hitachi og Húsasmiðjunni
09.11.2016
Haustið 2015, heimsótti Walter Wellm, sölustjóri Hitachi rafmagnshandverkfæra í Evrópu verknámshús FSu. Þegar hann heimsótti skólann var verið að steypa upp sökkla á nýja verknámshúsinu. Walter ásamt Sverri Einarssyni, rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar á Selfossi unnu síðan að því að Hitachi og Húsasmiðjan myndu styrkja verknám við skólann og gefa verkfæri.
Lesa meira
FSu í lokalotu BOXINS
09.11.2016
Fjórða árið í röð er lið FSu komið áfram í úrslit BOXINS – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Það eru Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.
Lesa meira
Vel heppnaður forvarnarmánuður
09.11.2016
Október var forvarnarmánuður í FSu. Í hverri viku var boðið upp á fyrirlestra sem voru aðgengilegir fyrir alla nemendur skólans og fluttir í sal skólans.
Lesa meira
10 ára afmæli hestabrautar
09.11.2016
Hestabraut FSu fagnar í haust 10 ár starfsafmæli og ætlar af því tilefni að blása til afmælishátíðar þann 3. nóvember nk. Veislan fer fram í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis og hefst dagskráin kl. 17:00. Við viljum að þessu tilefni bjóða þér / ykkur að koma á sýningu, eiga með okkur skemmtilega stund og kynnast starfi brautarinnar.
Lesa meira
Grafísk hönnun - sýning á veggspjöldum
09.11.2016
Nú er búið að hengja upp sýningu á neðstu hæð Odda (rétt við mötuneytið) á veggspjöldum eftir nemendur í Grafískri hönnun. Við veggspjöldin þurftu nemendur einkum að leggja áherslu leturnoktun og mikilvægi leturs við framsetningu skilaboða. Nemendur völdu sér sjálfir setningar að vinna með. Kennari er Ágústa Ragnarsdóttir.
Lesa meira