Fréttir

Landinn í heimsókn

Frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn heimsótti skólann nýverið og kynnti sér starf íþróttaakademía FSu, tók viðtöl við aðstoðarskólameistara, þjálfara og nemendur.
Lesa meira

Undanúrslit Gettu betur í kvöld

FSu mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum Gettu betur í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Keppnin fer fram í Austurbæ og hefst útsendingin kl. 19:45. Liðið sem sigrar mætir svo Menntaskólanum í Reykjavík í næstu viku. Við hvetjum alla til að setjast við sjónvarpstækin og fylgjast með okkar flotta liði. Áfram FSu!
Lesa meira

Heimsókn frá Eistlandi

17 manna hópur skólafólks frá Eistlandi heimsótti FSu miðvikudaginn 6. mars. Þetta voru skólastjórnendur og starfsfólk eistneska menntamálaráðuneytisins sem eru hér á landi til að kynna sér íslenska skólakerfið
Lesa meira

Grænfána flaggað við FSu

FSu fékk nýlega afhentan grænfánann. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skóla. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.
Lesa meira

Vetrarleikar FSu 2019

Vetrarleikar FSu voru haldnir á Kátum dögum Fjölbrautaskóla Suðurlands á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Þrátt fyrir smá rigningu og erfitt færi vegna ísingar á vellinum tókst framkvæmdin vel
Lesa meira

Menningarferð frönskunemenda

Föstudaginn 8. febrúar fóru 13 frönskunemendur í FSu ásamt kennurum sínum Hrefnu Clausen og Örlygi Karlssyni með litlum langferðabíl frá Guðmundi Tyrfingssyni í menningarferð til Reykjavíkur.
Lesa meira

Fjör á Kátum dögum

Í liðinni viku voru Kátir dagar í FSu, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp með ýmsum hætti. Skólinn iðaði af lífi þar sem fjölmörg námskeið og viðburðir voru í boði. Meðal annars má nefna kökuskreytinganámskeið, Flamenco dans, brjóstsykursgerð, hnútanámskeið og Zumba kennsla.
Lesa meira

NFL sigraði Flóafár

Flóafár var haldið í dag, föstudag, en þá keppa lið nemenda í þrautum sem starfsfólk hefur útbúið.
Lesa meira