Fréttir

FRÆÐSLA OG FJÖR Á NÝNEMADEGI

Hefð er fyrir því að halda svokallaðan nýnemdag haust hvert áður en hefðbundin kennsla hefst. Mánudaginn 19. ágúst mættu um 280 nýnemar til leiks í FSu og hafa aldrei verið fleiri. Dagskrá nýnemadagsins var þéttskipuð að venju en nemendur fóru á milli fjölmargra kynningarstöðva í sínum umsjónarhópum. Markmið þessara kynninga er að nýir nemendur eigi auðveldara með að átta sig á skólaumhverfinu, bæði í rafrænum og raunheimi, fyrstu kennsludagana.
Lesa meira

Stutt kynning skólameistara í upphafi annar

Haustið er runnið upp og fyrsti skóladagur annarinnar er á morgun, þriðjudag. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá kl. 8:15. Nýr skólameistari mun kynna sig stuttlega fyrir nemendum í salnum kl. 8:10.
Lesa meira

Dagskrá nýnemadags, mánudaginn 19. ágúst

Dagskrá nýnemadags 8:30 – 8:45 Soffía skólameistari býður nýnema velkomna í miðrými.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar á haustönn 2024

Rafrænar töflubreytingar á haustönn 2024
Lesa meira

Upphaf haustannar

Undirbúningur fyrir haustönn 2024 er í fullum gangi. Skrifstofan opnaði eftir sumarleyfi þann 7. ágúst og hægt og bítandi lifnar yfir skólanum er starfsmenn mæta í hús. 15. og 16. ágúst eru starfsdagar kennara. Mánudaginn 19. eru nýnemar boðnir velkomnir kl. 8:30. Þá opnar INNA fyrir alla nemendur og hægt verður að óska eftir töflubreytingum. Þriðjudaginn 20. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundarskrá kl. 8:15. Dagskrá nýnemadags verður send nýnemum og foreldrum þeirra í tölvupósti þegar hún liggur fyrir.
Lesa meira

SKÓLAMEISTARASKIPTI í FSu

Formleg skólameistaraskipti fóru fram 7. ágúst 2024 á Bollastöðum í FSu. Þá afhenti fráfarandi skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir - sem stýrt hefur FSu af röggsemi í 12 ár -táknrænum FabLab lykli Soffíu Sveinsdóttur nýráðnum skólameistara. Hefð er fyrir því að slík athöfn fari fram að frumkvæði Hollvarðasamtaka skólans. Þar situr núna í forsæti Vera Valgarðsdóttir fyrrum frönskukennari ásamt Önnu Sigríði Valdimarsdóttur fyrrum spænskukennara, Dýrleifu Guðmundsdóttur formanni nemendaráðs og núverandi starfsmönnum Andreu Ingu Sigurðardóttur og Sigþrúði Harðardóttur.
Lesa meira

SÖGULEG ÚTSKRIFT í FSu

Þó vorveðrið hafi ekki verið upp á marga fiska föstudaginn 24. maí síðastliðinn var sérlega líflegt og bjart yfir útskriftarhátíð FSu og aflinn góður. Brautskráningin var söguleg í fernu tilliti. Aldrei hafa jafnmargir nemendur útskrifast frá skólanum í einu. Dúx Scholae Ólafía Guðrún Friðriksdóttir hlaut hæstu meðaleinkunn í sögu skólans, fyrsta konan var útskrifuð af vélvirkjabraut og skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir hélt sína síðustu útskriftarræðu eftir tólf ára farsæla stjórnun.
Lesa meira

AFREKSKONA Í HESTAÍÞRÓTTUM

Það er alltaf gaman að fylgjast með fyrrverandi nemendum hestabrautar FSu og sjá að þeir ná árangri í greininni og skila sér áfram og víða í frekara nám. Núna stundar góður hópur eldri nemenda FSu nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og er Sunna Lind Sigurjónsdóttir ein af þeim. Hún er útskrifuð með stúdentspróf af hestabraut FSu og stundar nú nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Á dögunum hlaut Sunna Morgunblaðsskeifuna sem er veitt af forseta Íslands en einnig hlaut hún Gunnarsbikarinn.
Lesa meira

Í MINNINGU ÁRNA ERLINGSSONAR

Það er hefð á Byggðasafni Árnesinga fyrir heimsóknum trésmíðanema frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. En það var í tíð Árna Erlingssonar (1935 – 2019) kennara við skólann sem bjó bæði yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og áhuga á byggingarsögu og varðveislu gamalla húsa, að nemendur hófu að koma reglulega á Eyrarbakka í sögugöngu og til skoða HÚSIÐ. Eftir hans dag urðu þessar heimsóknir óreglulegri og um tíma duttu þær alveg út. Fyrir nokkru voru þessar heimsóknir endurvaktar og má segja að þær hafi borið nokkuð skemmtilegan og gagnlegan ávöxt.
Lesa meira