Fréttir
Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum
13.04.2023
Opið hús verður í Garðyrkjuskólanum að Reykjum á sumardaginn fyrsta sem í ár ber upp á 20. apríl. Húsið verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 og það verður boðið upp á alls konar afþreyingu.
Lesa meira
AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ NEMENDUR
04.04.2023
Halla Dröfn Jónsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hún mun sinna starfi skólafélagsráðgjafa. Halla Dröfn hefur lengi starfað innan velferðarþjónustu með börnum og fjölskyldum þeirra en sú reynsla hennar mun nýtast vel í þessu starfi. Hlutverk félagsráðgjafa er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir nemendur sem þurfa ráðgjöf og/eða stuðning við hinar ýmsu áskoranir lífsins. Halla mun einnig sinna hlutverki tengiliðs sem kveðið er á um í nýjum farsældarlögum. Með eflingu nemendaþjónustu vill skólinn tryggja samþætta þjónustu í þágu ungmenna og efla forvarnarstarf og snemmtækan stuðning í nærumhverfi nemenda.
Lesa meira
AÐ HÆTTI HNALLÞÓRU
30.03.2023
Ein af starfsmannahefðum í skólastarfi FSu er að halda AFMÆLISKAFFI. Það er haldið fjórum sinnum á ári og felst í því að afmælisbörn þriggja mánaða í senn taka sig saman og baka og bjóða samstarfsmönnum sínum upp á góðmeti að hætti Hnallþóru.
Lesa meira
KONFEKTNÁMSKEIÐ OG KYNFRÆÐSLA
25.03.2023
KÁTIR DAGAR eru árlegur viðburður í FSu en þá er hefðbundin kennsla lögð niður og teknir upp aðrir siðir. Að þessu sinni fóru þeir fram í öllu skólahúsnæði FSu dagana 1. og 2. mars. Námskeið eru þá haldin og keppnismót, streymi og spilað á stokk og í tölvu, kynningar og bingó svo nokkuð sé nefnt. Að þessu sinni voru dagarnir sérlega kátur undir stjórn nemenda og kennaranna Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur og Bjarneyjar Sifjar Ægisdóttur.
Lesa meira
KRAFTMIKIÐ SKÁKMÓT Á KÁTUM DÖGUM
21.03.2023
Á Kátum dögum 1. til 3. mars síðastliðinn var haldið skákmót FSu og fór það afar vel fram og var sérlega skemmtilegt. Þátttaka nemenda var prýðileg en átján nemendur mættu til leiks. Sigurvegari varð að lokum Gísli Unnsteinsson sem fær nafn sitt letrað á farandbikar sem geymdur verður í glerskáp í miðrými skólans.
Lesa meira
FRAMMISTAÐA SEM MIKILL SÓMI ER AÐ
18.03.2023
Þá er það orðið ljóst að MR sigraði FSu í úrslitum GETTU BETUR í Hljómahöllinni í Keflavík í gærkvöldi með 36 stigum gegn 25. Annað sætið staðreynd. Ekki lítill árangur í þessari flóknu og erfiðu keppni. Fjórir framhaldsskólar lagðir að velli á leiðinni í úrslitin. Borgarholtsskóli, MH, Flensborg og VA.
Lesa meira
SVÍAR Í HEIMSÓKN
15.03.2023
Vikuna 6. til 10. mars fékk FSu heimsókn frá Skövde í Svíþjóð. Þær Marion Garske, Carina Kvick og Helena Moberg sem eru kennarar í sænsku fyrir útlendinga, ensku og þýsku komu hingað í tengslum við Erasmus verkefni sem kallast Job Shadowing sem gerir kennurum kleift að heimsækja skóla í öðrum löndum og fylgjast með kennslu og eiga í samskiptum við fólk.
Lesa meira
VETRARLEIKAR FSu Í HESTAÍÞRÓTTUM
13.03.2023
Vetrarleikar FSu er skemmtileg hefð sem er búin að eiga sér stað samhliða Kátum dögum allt frá árinu 2006. Þann 1. mars síðastliðinn voru þeir haldnir á félagsvæði Sleipnis. Góð þátttaka var á mótinu og voru það fyrsta árs nemendur sem stóðu að baki framkvæmd mótsins sem gekk afar vel, mikill metnaður er hjá nemendum að fræðast og læra meira. Því fengu þau styrki hjá reyndum og öflugum reiðkennurum í reiðkennslu.
Lesa meira
FSu í úrslit Gettu betur
10.03.2023
FRÁBÆR sigur FSu í spurningaþættinum Gettu betur í kvöld 31 stig gegn 26 á móti austfirsku heiðursfólki í VA og liðið okkar er komið í Hljómahöllina í Keflavík í úrslitaviðureign gegn gamla Skálholtsskólanum MR um næstu helgi.
Lesa meira
ÁFRAM FSu
10.03.2023
Nú líður að undanúrslitum í Gettu betur þar sem Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Verkmenntaskóla Austurlands. Keppnin hefst klukkan átta í kvöld 10. mars í húsakynnum RÚV og er sjónvarpað í beinni.
Lesa meira