Fréttir

Upphaf haustannar á Reykjum

Nám á öllum brautum garðyrkjunnar hefst með lotuviku 28. ágúst til 1.september. Nemendur mæta að Reykjum, Ölfusi fyrir ofan sundlaugina í Hveragerði nema kennarar taki annað fram. Drög að stundaskrá verður send nemendum 14. eða 15. ágúst.
Lesa meira

TUTTUGU OG SEX SVEINAR Í HÚSASMÍÐI

Helgina 2. júní til 4. júní síðastliðinn var haldið sveinspróf í húsasmíði við FSu en sveinspróf iðngreina krefst mikils undirbúnings bæði af kennurum og nemendum. Prófið hófst stundvíslega klukkan 8.30 en prófað er bæði í bóklegum efnum og verklegum. Að sögn Lárusar Gestssonar fagstjóra tréiðna er sveinspróf „hvort tveggja í senn afar skemmtilegur en krefjandi tími fyrir nemendur. Mikil vinna á krefjandi lokaönn í skóla og svo þriggja daga lokapróf.”
Lesa meira

AUKIN KRAFTUR Í ALÞJÓÐLEGUM NÁMSKEIÐUM

Endurmenntun er nauðsynlegur þáttur í öflugu skólastarfi og eru starfsmenn FSu duglegir að sækja sér slíka menntun. Á síðasta skólaári 2022 til 2023 sóttu 24 starfsmenn alþjóðleg endurmenntunar námskeið víða í heiminum. Árið 2021 fékk skólinn Erasmus+ styrk til endurmenntunar en vegna ástandsins sem Covid skapaði var í raun ekki hægt að nýta hann fyrr en árið 2022 og var hann fullnýttur vorið 2023.
Lesa meira

ÚTSKRIFTARDAGUR ER ALLTAF GLEÐIDAGUR

Það var margt um manninn við vorútskrift nemenda FSu föstudaginn 26. maí. Enda 146 nemendur að ljúka bóknámi, listnámi og verknámi. Aldrei í sögu skólans hafa fleiri nemendur útskrifast í einu. Útskriftardagur er alltaf gleðidagur með föstu skipulagi þar sem ræður eru fluttar og hefðbundinn annáll starfseminnar, prófskírteini afhent og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi og félagslífi, lög leikin og ljóð sungin, fullorðnir kennarar og annað starfsfólk kvatt eftir áralöng og gifturík störf.
Lesa meira

RAUNFÆRNIMATI BEITT Í NÁMI FANGA

Kennsla í fangelsunum gengur vel og alltaf mikill áhugi í verklegum greinum. Á Litla-Hrauni hefur verið kennd trésmíði í tvö ár og alltaf fullskipað í greinina. Aðstæður eru prýðilegar þar sem kennslan fer fram á trésmíðaverkstæðinu undir stjórn Jóns Inga Jónssonar verkstjóra. Jón Sigursteinn Gunnarsson trésmíðakennari í FSu kemur einu sinni í viku og kennir nemendum.
Lesa meira

VORIÐ ER KOMIÐ í FSu

Vorið er til ýmissa verka nytsamlegt. Í FSu eru flest verk unnin innandyra með annarlokum og lokaprófum, verkefnayfirferð og einkunnaskilum, alls konar skráningum og skipulagi, tilfærslum og þrifum og svo lýkur skólaárinum með útskrift nemenda í bóklegum og verklegum greinum þann 26. maí 2023 næstkomandi.
Lesa meira

FERTUGUR FJÖLBRAUTASKÓLAKÓR

Sunnudaginn 30. apríl síðastliðinn hélt Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands hátíðlega afmælistónleika í Selfosskirkju, en á þessu ári eru 40 ár síðan kórinn var stofnaður. Í upphafskynningu kórfélaga kom fram að Heimir Pálsson, fyrsti skólameistari skólans, hafi orðið við ósk nokkurra nemenda vorið 1983 um að stofnaður yrði kór við skólann. Sjálfur hefur hann sagt frá því í ræðu og riti að hann hafi þá farið fram á það við nokkra karlkyns kennara að þeir mættu á kóræfingar – en til að byrja með sóttu ekki margir strákar í kórstarfið. Það breyttist þó fljótlega, en lengi vel voru nokkrir kennarar virkir kórmeðlimir.
Lesa meira

FJÖLBREYTT MÁLSTOFA SJÚKRALIÐABRAUTAR

Miðvikudaginn 19. apríl - síðasta vetrardag - kynntu útskriftanemar af sjúkraliðabraut FSu lokaverkefni sín á málstofu í kennslustofum 3 og 4 í Iðu. Fólki var boðið á viðburðinn til að hlusta og sjá og mættu um 25 manns fyrir utan þá 10 nema sem kynntu lokaverkefni sín. Að sögn Írisar Þórðardóttur hjúkrunarfræðings og kennara á sjúkraliðabraut er þessi viðvburður alltaf eins og velkomin vorkoma. Að hennar sögn voru „verkefnin hugmyndarík og mjög vel fram sett af öllum nemendum sem voru sér og skólanum til mikils sóma.” Fjölbreytni viðfangsefnanna var mikil og má hér á eftir glöggva sig á þeim og nemendunum sem gerðu þeim skil.
Lesa meira

SAMSTARF SEM ER MIKILS VIRÐI

Eins og undanfarin ár er Trédeild FSu í samstarfi við BYKO um smíði sumarhúsa í húsasmíðaáföngunum HÚSA3HU09 og HÚSA3ÞÚ09. Þetta samstarf er mikils virði fyrir trédeildina og ómetanlegt að geta leyst raunhæf verkefni og þurfa ekki að bera fjárhagslega ábyrgð á þeim. „Þetta samstarf hefur gengið vel og við munum leggja okkur fram um að svo verði áfram” segir Lárus Gestsson fagstjóri og kennari í trédeild.
Lesa meira

Í LEIT AÐ GLÖTUÐUM TÍMA

Samstarf milli kennslugreina fer vaxandi í FSu. Enda er frekar hvatt til þess en latt í gildandi námskrá. Af því tilefni og öðru efndu sögukennarinn Lárus Ágúst Bragason og íslenskukennarinn Jón Özur Snorrason til samstarfs. Báðir kenna þeir á þessari önn hvorn sinn áfangann í Íslandssögu og bókmenntasögu 17. til 19. aldar og ákváðu að fara í dagstúr mánudaginn 17. apríl síðastliðinn með nemendur og sækja HÚSIÐ á Eyrarbakka heim.
Lesa meira