Fréttir

Garðyrkjunámskeið fyrir almenning vor 2024

Við Garðyrkjuskólann hefur löngum starfað öflug endurmenntunardeild sem boðið hefur upp á námskeið bæði fyrir fagfólk í garðyrkju og allan almenning. Þetta starf heldur áfram með sama hætti þó yfirstjórn skólans hafi flutt yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Alltaf fjölgar þeim sem hafa áhuga á að rækta í kringum sig, hvort sem það eru pottaplöntur inni í hýbýlum, matjurtir á svölunum, ávextir í gróðurhúsinu eða skógrækt í sumarbústaðalandinu. Við Garðyrkjuskólann starfa reynslumiklir sérfræðingar sem þekkja íslenskt ræktunarumhverfi í þaula og eru tilbúnir að miðla þekkingu sinni. Námskeiðin á þessari önn eru kynnt á síðu Endurmenntunar Græna geirans. Þar má finna nánari lýsingu á því sem verður í boði. https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid
Lesa meira

NÚ ER AÐ SJÁ HVERNIG ÞEIR STANDA SIG

Nú þegar Evrópumót karlalandsliða í handbolta er hafið og spennan að magnast er ekki úr vegi að draga fram þá lykilleikmenn liðsins sem stundað hafa nám við FSu. Það er líka bæði fróðlegt og gaman og fullyrða má að enginn framhaldsskóli landsins geti tengt sig við svo marga hæfileikamenn í sama liðinu.
Lesa meira

GETTU BETUR BYRJAR AFTUR

Þegar við sleppum hendinni af jólahátíðinni og fæðingu frelsarans - kveðjum Grýlu, Leppalúða og jólasveinana þrettán - hringir GETTU BETUR þátttaka FSu inn. Það er alltaf fagnaðarefni og ákveðinn vorboði. Frammistaða nemenda í fyrra er mjög eftirminnileg því þá endaði skólinn í 2. sæti eftir jafna keppni við MR í úrslitum 34 - 24. Þá skipuðu skólaliðið Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson. Nú hefur Ásrún útskrifast og kvatt skólann í bili og Valgeir Gestur Eysteinsson er kominn í hennar stað.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2024

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2024
Lesa meira

ÁLFRÚN DILJÁ KRISTÍNARDÓTTIR DÚX SCHOLAE

Brautskráningardagur í FSu markar alltaf tímamót og er hátíðisdagur í hugum okkar allra. Miðvikudaginn 20. desember útskrifuðust 62 nemendur af hinum fjölmörgu brautum skólans í bóknámi og verknámi eða samspili þessara tveggja. Í upphafi athafnar flutti kór skólans undir stjórn Stefáns Þorleifssonar tvö jólalög og nemandinn Sveinn Skúli Jónsson tróð upp með einsöng og heillandi framkomu um miðbik athafnar.
Lesa meira

ATORKA OG ATHAFNASEMI Í TRÉDEILD FSu

Það er oft nóg að sýsla í trédeild FSu fyrir utan daglegt nám og störf. Öflug samskipti atvinnulífs og verknáms eru mikilvæg og felast meðal annars í stuðningi við tækjakaup og uppfærslu í öryggismálum. 17. október síðastliðinn var þar mikið um að vera þegar afhending vinnufatapakkans fór fram. Í leiðinni var haldið reisugildi á húsinu sem er í byggingu í porti verknámshússins IÐU. Fulltrúar frá BYKO, Snickers vinnufötum og Bosch verkfæra mættu og sáu um allar veitingar, hlaðborð í mat og drykk auk þess sem Bosch bíllinn mætti á svæðið troðfullur af verkfærum.
Lesa meira

Rausnarlegar gjafir til skólans

Nýlega bárust Garðyrkjuskólanum á Reykjum veglegar gjafir frá Sæmundi Guðmundssyni, eplabónda á Hellu. Sæmundur hefur um árabil verið einn ötulasti ræktandi ávaxtatrjáa á Íslandi. Nemendur Garðyrkjuskólans hafa ítrekað heimsótt Sæmund og fengið að skoða aldingarðinn við heimili hans á Hellu. Það er ótrúleg upplifun að ganga á milli ávaxtatrjánna og sjá hvernig þau þrífast hér á okkar erfiða ræktunarlandi. Nú á haustdögum gaf Sæmundur skólanum um fimmtíu eplatré sem eru góður grunnur að aldintrjáaræktun skólans í framtíðinni. Nemendur gróðursettu trén í stóra potta í verklegri æfingu í áfanga um ávaxtarækt nú á haustönninni. Búið er að koma þeim vel fyrir í garðskála skólans þar sem þau munu gleðja heimafólk og gesti í framtíðinni.
Lesa meira

SAMVINNA NÁMSGREINA Í EINSTÖKUM VIÐBURÐI

„Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um umhverfisvernd, endurnýtingu og sjálfbærni. Gull getur til dæmis leynst í gamalli verðlausri flík eða í gleymdum efnisbút” segir Agnes Ósk Snorradóttir námsráðgjafi við FSu og hugmyndasmiður. Tilefni ummælanna var tískusýning sem nemendur í hársnyrtiiðn og áfanganum Hönnun & endurvinnsla héldu í Bragganum á Eyrarbakka fimmtudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Hér var því um þverfaglega samvinnu að ræða milli kennslugreina þar sem þeir uppskáru afrakstur námsvinnu annarinnar.
Lesa meira

ÖFLUG MANNFLÓRA Í FSu

Í byrjun nóvember kom Chanel Björk Sturludóttir í heimsókn í FSu en hún hefur getið sér gott orð fyrir umfjöllun sína í útvarpi og sjónvarpi um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi. Þáttagerð hennar bar nafnið MANNFLÓRAN og jafnhliða því heldur hún úti heimasíðu með sama heiti. Chanel býður upp á fræðsluerindi og ráðgjöf fyrir skóla og stofnanir sem vilja kynna sér birtingarmyndir fordóma og rasisma í þeim tilgangi að skapa jafnara og betra samfélagi.
Lesa meira

Loksins alíslenskt súkkulaði

Við Garðyrkjuskóla FSU hefur lengi verið draumur að rækta okkar eigið kakó til að geta gætt okkur á alíslensku súkkulaði. Upphafið að því að sá draumur rættist var þegar sáð var fyrir kakói árið 2013. Sú sáning bar þann árangur að eitt tré hefur vaxið og dafnað í Bananahúsinu síðastliðin 10 ár. En nú í sumar bar tréð loksins ávöxt og eitt aldin náði að þroskast. Það var síðan uppskorið með viðhöfn nú á haustdögum.
Lesa meira