Fréttir

Garðyrkjuverðlaunin í 20 ár

Í áratugi hefur sumrinu verið fagnað í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta. Í ár verður engin breyting þar á og búið er að skipuleggja hátíðarhöld þann 25. apríl n.k. Árið 2004 var stofnað til Garðyrkjuverðlaunanna þar sem skólinn hefur heiðrað aðila inna garðyrkjufagsins. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, heiðursverðlaun garðyrkjunnar, frumkvöðull ársins og verknámsstaður ársins. Í ár verður engin breyting á þessu og búið er að senda út boð um tilnefningar til verðlaunanna. Á myndinni má sjá fyrstu handhafa heiðursverðlaunanna þau Óla Val Hansson, Hólmfríði A. Sigurðardóttur og Jón H. Björnsson ásamt fleirum.
Lesa meira

Opið hús 19. mars

Opið hús í FSu þriðjudaginn 19. mars KL. 16:30-18:00 Bjóðum 10. bekkinga og forráðamenn þeirra sérstaklega velkomna og fá svör við ýmsum spurningum sem upp koma þegar verið er að ígrunda framhaldsskólanám. Kynnt verður fjölbreytt námsframboð skólans, bæði bóknám og iðn- og starfsnám.
Lesa meira

KÓRFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands gerði sér ferð til Kaupmannahafnar í vetrarfríinu eftir miðjan febrúar síðastliðinn. Hátt í 30 meðlimir kórsins komu með og þess má geta að þetta er fyrsta ferð kórsins út fyrir landsteinana eftir endurvakningu hans að frumkvæði Stefáns Þorleifssonar kórstjóra.
Lesa meira

KÁTÍNAN OG FÁRIÐ Í HVERSDEGINUM

KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í síðustu viku febrúar í FSu og fyrstu viku marsmánaðar og tókust sérlega vel að þessu sinni. Skipulag var gott og sköpun enn betri enda mikið lagt í það af starfsfólki skólans og nemendum. Þátttaka var til sóma og mikið líf í gula húsinu við Tryggvagötu frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku.
Lesa meira

Blómaskreytingar og brúðkaup

Nú í apríl kemur sænski kennarinn og blómahönnuðurinn Heidi Mikkonen-Jacobsson til landsins og verður með spennandi námskeið fyrir blómaskreyta á Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Heidi hefur víðtæka reynslu sem blómaskreytir og leggur mikla áherslu á að vinna út frá umhverfisvænum sjónarmiðum en um leið að hugsa djarflega við alla sköpun. Heidi verður með námskeið fyrir nemendur á blómaskreytingabraut en síðan verður einnig í boði námskeið fyrir fólk sem vinnur við blómaskreytingar dagana 12.-13. apríl. Styrkur fékkst úr menntaáætlun Erasmus+ til að bjóða Heidi til landsins. Það ríkir mikil tilhlökkun meðal nemenda að fá að læra ný vinnubrögð. Ekki eru viðbrögð blómaskreyta síðri en frá þeim eru strax farnar að berast skráningar.
Lesa meira

KÁTIR DAGAR OG FLÓAFÁR FRAMUNDAN

Segja má að viðburðirnir KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR séu vorhátíð FSu sem tengja má við hækkandi sól og karnívalstemningu eða blót í lok þorra eða bros í byrjun góu. Á Kátum dögum er boðið upp á ýmis og fjölbreytileg námskeið en Flóafár er innbyrðis keppni nemenda í öllum þeim námsgreinum sem FSu býður upp á – og um leið er Flóafár skemmtun þar sem sköpunin og fjölbreytileikinn ræður ríkjum.
Lesa meira

MYNDLISTARSÝNINGIN MAÐUR OG EFNI

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Það eru nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það nemendur í áfanganum Maður og efni sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 23. feb. – 15. mars. Verkin eru unnin á haustönn 2023.
Lesa meira

HEIÐURSMAÐUR Í HEIMSÓKN

Einhvern tímann sagði einhver að óvæntar heimsóknir væru skemmtilegastar. Það sannaðist mánudaginn 12. febrúar síðastliðinn þegar Heimir Pálsson fyrsti skólameistari FSu kom í stutta heimsókn í skólann ásamt Örlygi Karlssyni sem sjálfur gegndi stöðu skólameistara og aðstoðarskólameistara um langan tíma. Heimir hafði þá fyrr um daginn haldið erindi í lestrarfélagi eldri borgara á Selfossi þar sem fjallað er um Íslendingasögur.
Lesa meira

HÁR UPPLYFTING Í SKAMMDEGINU

Nemendur í HÁRSNYRTI IÐN í FSu undir stjórn mentorsins Elínborgar Örnu Árnadóttur bjóða með reglubundnum hætti starfsfólki og nemendum skólans í hársnyrtingu, hárþvott og höfuðnudd. Óhætt er að segja að þetta lífgi upp á daglegt starf margra og auki fegurð þeirra. Nú var boðið upp á þessa þjónustu – sem jafnframt er kennsla – föstudaginn 9. febrúar.
Lesa meira

NÝSVEINAHÁTÍÐ Í HÖFUÐSTAÐNUM

Lárus Gestsson fagstjóri húsasmíðagreina í FSu „skrapp í höfuðstaðinn” eins og hann orðar það í færslu á samfélagsmiðli til að fylgja eftir nemanda skólans Guðmundi Þór Gíslasyni rafvirkja sem tók þar við verðlaunum. Meistari Guðmundar var Guðjón Guðmundsson frá Árvirkjanum á Selfossi.
Lesa meira