Fréttir
GEÐLESTIN OG EMMSJÉ GAUTI
17.10.2022
Heimsóknir eru mikilvægar í skólastarfi og því fjölbreyttari sem þær eru því betra. Og þó seint sé er nauðsynlegt að greina frá einni september heimsókn þann 19. þess mánaðar í FSu en þá renndi GEÐLESTIN sér inn í aðalrými skólans og hélt erindi um geðfræðslu og mikilvægi öflugrar geðræktar. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og 1717 síma Rauða krossins og styrkt af hinu opinbera. Markmiðið er að ræða við ungt fólk um geðheilsuna og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra eða kennara um amstur og mótbárur daglegs lífs.
Lesa meira
ALÞJÓÐADAGUR KENNARA
10.10.2022
Miðvikudaginn 5. október síðastliðinn var Alþjóðadagur kennara og var honum fagnað í Fjölbrautaskóla Suðurlands eins og um heim allan. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á því mikilvæga og margvíslega starfi sem kennarar gegna og um leið að efla samtakamátt þeirra. Og huga að því hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. En í gegnum fagmennsku sína og reynslu gera kennarar allt sitt til að mennta og móta hugi komandi kynslóða og skapa jákvæðan skólabrag í hvetjandi skólaumhverfi.
Lesa meira
HIN PÓLITÍSKA HLIÐ MENNTAMÁLA
04.10.2022
Það er mikilvægt að efla tengsl ráðuneytis og menntastofnana. Heimsóknir ráðherra eru einn liður í því. Þær auka skilning á því fjölþætta starfi sem fram í skólum landsins. Ráðherra barna- og menntamála Ásmundur Einar Daðason heimsótti FSu ásamt aðstoðarfólki og þingmanni mánudaginn 3. október. Heimsóknin hófst klukkan 11 og tilefni hennar var að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans og ekki síst hinn nýja samruna FSu og Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi.
Lesa meira
FRÍHENDIS BLÝANTSTEIKNINGAR NEMENDA
29.09.2022
Myndlistarnemar í FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Sýningin er í Listagjánni á Bókasafni Árborgar við Austurveg og stendur yfir frá 20. september til 20. október.
Lesa meira
GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ
26.09.2022
Í fyrstu kennsluviku þessarar haustannar 2022 komu í heimsókn sex erlendir kennarar frá Spáni og Búlgaríu. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands og um leið var hún liður í menntaáætlun Evrópusambandsins – Erasmus + sem kallast Job Shadowing og gæti útlagst á íslensku sem athöfn til að skyggna (eða skoða) skólastarf. Að sögn Ragnheiðar Eiríksdóttur heimspekikennara við FSu sem sá um þessa heimsókn voru þessir dagar afar vel heppnaðir - sem ýmsir kennarar við skólann nutu og margir nemendur.
Lesa meira
Íþróttavika Evrópu í FSu
23.09.2022
Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í verkefninu Íþróttavika Evrópu dagana 26. - 30. september.
Lesa meira
FERÐIN YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS
15.09.2022
Í áfanganum ÍÞRÓ2JF02 við FSu (Íþróttir - jökla og fjallgöngur) er lögð áhersla á krefjandi fjallgöngur ásamt undirbúningsfundum og æfingagöngum. Gönguleiðir eru langar og krefjandi og því þurfa nemendur sem velja þennan áfanga að búa yfir úthaldi og þolinmæði. Haustferð áfangans var farin mánudaginn, 5. september síðastliðin undir stjórn kennaranna Ásdísar Bjargar Ingvarsdóttur og Sverris Geirs Ingibjartssonar.
Lesa meira
NÝNEMADAGUR OG NÝ VEGFERÐ
25.08.2022
Skólahald í FSu er komið á fullt skrið. Mestur fjöldi nýnema frá stofnun skólans fyllir nú kennslustofurnar og rýmið í Loftsölum. Nýnemadagur var haldin hátíðlegur miðvikudaginn 17. ágúst undir yfirstjórn Guðbjargar Grímsdóttur íslensku- og bragakennara. Á þeim degi eru nýir nemendur leiddir í gegnum skólann eftir ákveðnu skipulagi í svokallaðri stöðvarvinnu. Í upphafi býður skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttur nemendur velkomna en að því loknu fara nemendur á stöðvarnar sem eru fimm talsins.
Lesa meira