Fréttir
FERÐIN YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS
15.09.2022
Í áfanganum ÍÞRÓ2JF02 við FSu (Íþróttir - jökla og fjallgöngur) er lögð áhersla á krefjandi fjallgöngur ásamt undirbúningsfundum og æfingagöngum. Gönguleiðir eru langar og krefjandi og því þurfa nemendur sem velja þennan áfanga að búa yfir úthaldi og þolinmæði. Haustferð áfangans var farin mánudaginn, 5. september síðastliðin undir stjórn kennaranna Ásdísar Bjargar Ingvarsdóttur og Sverris Geirs Ingibjartssonar.
Lesa meira
NÝNEMADAGUR OG NÝ VEGFERÐ
25.08.2022
Skólahald í FSu er komið á fullt skrið. Mestur fjöldi nýnema frá stofnun skólans fyllir nú kennslustofurnar og rýmið í Loftsölum. Nýnemadagur var haldin hátíðlegur miðvikudaginn 17. ágúst undir yfirstjórn Guðbjargar Grímsdóttur íslensku- og bragakennara. Á þeim degi eru nýir nemendur leiddir í gegnum skólann eftir ákveðnu skipulagi í svokallaðri stöðvarvinnu. Í upphafi býður skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttur nemendur velkomna en að því loknu fara nemendur á stöðvarnar sem eru fimm talsins.
Lesa meira
SKÓLAHALD HEFST AÐ NÝJU
11.08.2022
Fertugasta og annað skólaár Fjölbrautaskóla Suðurlands er að hefjast. Kennarar skólans eru kallaðir til starfa mánudaginn 15. ágúst klukkan 9. INNA opnar glugga sína þann 17. ágúst klukkan 8.30 – á sama tíma og nýnemadagur er haldinn. Þá eru allir nýnemar skólans boðnir velkomnir samkvæmt fyrirhugaðri dagskrá sem er í vinnslu og verður send í tölvupósti til nemenda og foreldra þeirra. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 8.15.
Lesa meira
FJÖLMENN OG GLÆSILEG ÚTSKRIFT Í FSu
21.05.2022
Segja má að veðrið og tónlistin, söngurinn, ræðurnar, gleðin og námsárangur nemenda hafi verið í hæsta gæðaflokki laugardaginn 21. maí þegar skólahaldi FSu var slitið með útskrift kláranna eins og hefð er fyrir að nefna þá sem ljúka þaðan námi. Langþráðri og lifandi útskrift var loks náð eftir nokkrar cóvid annir með fullum sal af fólki. Hvert sæti var skipað og hefur ekki fjölmennari útskrift verið haldin í FSu í fjölda ára.
Lesa meira
MAÐKURINN OG LIRFAN
19.05.2022
Nemendur í leiklistaráfanga tóku þátt í Þjóðleik á Suðurlandi 6. maí síðastliðinn með sýningu á verkinu Maðkurinn og lirfan eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Sýningin gekk vonum framar en sýnt var í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni.
Lesa meira
HILDUR KNÚTSDÓTTIR Í HEIMSÓKN
17.05.2022
Þann 28. apríl kom rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir í heimsókn til nemenda á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011. Vetrarfrí, sem er skáldsaga af furðusagnaætt ætluð ungmennum, hlaut Fjöruverðlaunin árið 2015 og framhaldsbókin Vetrarhörkur fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2016.
Lesa meira
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Í FIMM SKÓLA ÚRSLIT
13.05.2022
Síðastliðinn vetur hafa nemendur í landafræði unnið verkefni þar sem þeir taka fyrir vandamál sem tengist nærumhverfi þeirra og hafinu. Þeir þurfa að rannsaka vandamálið og reyna að finna leiðir til að leysa það eða fjalla um það á gagnrýninn hátt. Mörg frábær verkefni hafa verið unnin á báðum önnum þar sem hannaðar hafa verið heimasíður, gerðar skoðanakannanir, búnir til hlaðvarpsþættir, samdar fréttagreinar og ótal margt annað áhugavert.
Lesa meira
KENNSLULOK OG PRÓFAVIKA FRAMUNDAN
08.05.2022
Síðasti kennsludagur í FSu var föstudaginn 6. maí og þá um leið hófst undirbúningur nemenda fyrir lokapróf sem reyndar fer MJÖG fækkandi í skólanum. Er það að sumu leyti í samræmi við áherslur í námskrá þar sem hvatt er til aukins símats. En einnig má segja að viðhorf skólasamfélagsins til lokaprófa hafi breyst. Þau eru ekki lengur talin sá algildi mælikvarði sem þau voru á þekkingu nemenda, færni og hæfni.
Lesa meira