Fréttir

Gettu betur hefst í janúar

Línur eru farnar að skýrast varðandi Gettu betur á næsta ári. Mikil óvissa var um það hvort keppnin myndi fara fram á næsta ári, en RÚV gaf út tilkynningu s.l. föstudag þess efnis að halda ætti keppnina með hefðbundnu sniði, en þó með fyrirvara um breytingar vegna Covid.
Lesa meira

Ráðherra í heimsókn

Nýlega heimsótti Lilja Alfreðsdóttir FSu, undirritaði samning um nýja heimavist og notaði um leið tækifærið og skoðaði skólann. Hér má sjá myndir úr heimsókninni.
Lesa meira

Velgengni í stærðfræðikeppni.

Hildur Tanja lenti í 5.-6. sæti yfir landið í forkeppni stærðfræðikeppni framaldsskólanema á yngra stigi.
Lesa meira

Áfangamessa haustið 2020

Í næstu viku er valdagur þar sem nemendur velja sér áfanga fyrir vorönn 2021. Á heimasíðu skólans er hlekkurinn “Áfangamessa”. Þar er OneNote skjal sem er uppfullt af alls konar fróðleik og upplýsingum um námið í skólanum. Endilega kynntu þér málið og kíktu m.a. á frábær kynningarmyndbönd frá ólíkum deildum skólans.
Lesa meira

Góð gjöf

Nemendur á rafvirkjabraut fengu í liðinni viku spjaldtölvur að gjöf frá SART, Samtökum rafverktaka á Íslandi, Rafiðnaðarsambandinu og Endurmenntun rafiðnaðarins. Spjaldtölvurnar nýtast vel til að skoða allt kennsluefni rafvirkjunar á rafbok.is sem er síða sem Rafmennt heldur úti. Kunnum við gefendum bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda þriðjudag klukkan 9 - allar upplýsingar komnar

Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda - rafræn prufukeppni opin um helgina - keppniskrækja kynnt
Lesa meira