31.03.2019
Nemendur í leiklist í FSu og Unglingakór Selfosskirkju hafa á vorönn unnið að undirbúningi tónleika sem haldnir verða í Selfosskirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er "Raddir ungmenna". Stjórnendur eru Eyrún Jónasdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir.
Lesa meira
27.03.2019
Fjölbreytileikanum var fagnað á Regnbogadögum 20.-26. mars. Dagskráin var fjölbreytt eins og gefur að skilja.
Lesa meira
20.03.2019
Hljómsveitin No sleep sem skipuð er fjórum nemendur úr FSu er komin áfram í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna og fær tækifæri til að spila á lokahátið Nótunnar í Hofi á Akureyri 6. apríl.
Lesa meira
19.03.2019
Regnbogadagar hefjast á morgun, miðvikudag.
Lesa meira
19.03.2019
Íslandsmót iðn- og verkgreina í framhaldsskólum var haldið í Laugardalshöll um helgina. Tveir nemendur hlutu verlaun í sínum greinum, hönnun vökvakerfa og málmsuðu
Lesa meira
17.03.2019
Frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn heimsótti skólann nýverið og kynnti sér starf íþróttaakademía FSu, tók viðtöl við aðstoðarskólameistara, þjálfara og nemendur.
Lesa meira
08.03.2019
FSu mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum Gettu betur í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Keppnin fer fram í Austurbæ og hefst útsendingin kl. 19:45. Liðið sem sigrar mætir svo Menntaskólanum í Reykjavík í næstu viku.
Við hvetjum alla til að setjast við sjónvarpstækin og fylgjast með okkar flotta liði. Áfram FSu!
Lesa meira
07.03.2019
17 manna hópur skólafólks frá Eistlandi heimsótti FSu miðvikudaginn 6. mars. Þetta voru skólastjórnendur og starfsfólk eistneska menntamálaráðuneytisins sem eru hér á landi til að kynna sér íslenska skólakerfið
Lesa meira
05.03.2019
FSu fékk nýlega afhentan grænfánann. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skóla. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.
Lesa meira