Fréttir
Formaður Félags framhaldsskólakennara í heimsókn
05.02.2019
Guðriður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara,heimsótti skólann í liðinni viku og fundaði með kennurum. Með henni í för var Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í vinnumati.
Lesa meira
Árshátíð NFSU
04.02.2019
Árshátíð NFSu verður haldin 7. febrúar n.k. í Hvíta Húsinu á Selfossi. Maturinn hefst kl.19:30, en dansfjörið byrjar kl. 22:00 og stendur yfir til kl. 02:00.
Um veislustjórn sjá stjörnu- og snapparaparið Gói sportrönd og Tinna BK.
Lesa meira
Fjölbreytt verkefni í vélvirkjun
30.01.2019
Vélvirkjun er fjölbreytt og skemmtilegt nám sem kennt er við FSu. Sá glæsilegi árangur náðist nú við útskrift á haustönn 2018 að nemandi í vélvirkjun, Almar Óli Atlason, varð dúx skólans. Mun það vera í fyrsta skiptið sem dúx kemur af verknámsbraut. Aðstaðan til kennslu vélvirkjunar hefur tekið stökk fram á við með nýju húsnæði og má segja að FSu sé kominn í fremstu röð verknámskóla hvað tækjakost og verkefnavinnu varðar.
Lesa meira
Fjölbreytt verkefni í húsasmíði
24.01.2019
Nemendur í áfanganum TRÉH2HS15 á húsasmíðabraut vinna margskonar fjölbreytt verkefni. Markmið áfangans er m.a. að kenna nemendum grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og rafmagnsverkfæra.
Lesa meira
Háskólahermir - kynning í FSu
15.01.2019
Kynningafundur vegna verkefnisins Háskólahermir verður haldinn í FSu á morgun, miðvikudag kl. 10:25 í stofu 210.
Lesa meira
FSu í 8 liða úrslit í Gettu betur
14.01.2019
Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið áfram í 8-liða úrslit Gettu betur eftir sigur á Menntaskólanum á Ísafirði í annari umferð keppninnar. Lokatölur voru 25-17 en FSu leiddi 15-11 eftir hraðaspurningar.
Lesa meira
FSu sigraði í fyrstu umferð Gettu betur
10.01.2019
FSu sigraði Menntaskólann á Egilsstöðum í fyrstu umferð Gettu betur á mánudag, en lokatölur voru 19-16. ME leiddi eftir hraðaspurningar, en FSu náði forskoti fljótlega í bjölluspurningum og hélt því naumlega út keppnina.
Lesa meira
Gettu betur hefst á mánudag
04.01.2019
Fyrsta viðureign Fjölbrautaskóla Suðurlands í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, árið 2019 fer fram mánudaginn 7. janúar kl. 20 gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Lesa meira
Jólakveðja
24.12.2018
Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands sendir nemendum, aðstandendum og öðrum Sunnlendingum hugheilar jóla og nýársóskir með kærri þökk fyrir samstarfið á líðandi ári.
Lesa meira
Almar Óli dúx FSu
22.12.2018
Almar Óli Atlason er dúx FSu á haustönn 2018. 48 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudaginn 21. desember.
Lesa meira