Fréttir

Kvennafrídagurinn 2016

Konur lögðu niður vinnu í skólanum á kvennafrídaginn í gær kl.14:38 til að sýna samstöðu og vekja athygli á launamuni kynjanna. Hluti hópsins hittist á Hótel Selfoss til að ræða málin. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.
Lesa meira

Góðir góðgerðardagar

Í byrjun októbermánaðar ríkti gleði, glens og gjafmildi innan veggja skólans, en þá var haldið hátíðlega upp á góðgerðadaga. Þeir voru haldnir til að safna peningum fyrir þurfandi börn í Nígeríu með alls kyns uppákomum.
Lesa meira

Áfangamessa

Í vikunni var haldin í fyrsta sinn svokölluð "áfangamessa". Þar kynntu kennarar námsgreinar á áfanga sem verða í boði á næstu önn og þannig geta nemendur betur áttað sig á því fjölbreytta námsvali sem er í boði við skólann. Viðburðurinn heppnaðist mjög vel og verður líklega fastur liður í skólastarfinu á önn hverri. Fleiri myndir frá áfangamessunni má finna á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira

Gjöf frá Vélsmiðju Suðurlands

Eigendur og fulltrúar Vélsmiðju Suðurlands komu færandi hendi í FSu fyrir stuttu. Þeir gáfu skólanum rafsuðuvél af fullkomnustu gerð auk 8 fullkominna hjálma sem nauðsynlegt er að nota við rafsuðu.
Lesa meira

Heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands

Nemendur í félagsfræði afbrota sem er kennd í fyrsta skipti í skólanum á þessari haustönn, hafa í vikunni kynnt sér ýmislegt varðandi afbrot á Suðurlandi.
Lesa meira

Slagorða- og selfie keppni á afmælisdegi

Á 35 ára afmælisdegi skólans 13. September tóku allir nemendur þátt í ratleik þar sem þeir áttu að finna stöðvar og leysa þrautir. Stöðvarnar voru allar á einum tíma staðir þar sem kennsla fór fram á fyrstu árum skólans og tilheyrðu svokallaðri „hlaupabraut“. Keppt var um selfie af kennara með slagorði.
Lesa meira

Innritun í dagskóla á vorönn 2017

Innritun í dagskóla á vorönn 2017 fer fram á www.menntagatt.is dagana 1. til 30. nóvember 2016. Sótt er um rafrænt á www.menntagatt.is og þarf til þess Íslykil, auðkennislykil eða rafræn skilríki. Þeir nemendur sem eiga ennþá veflykil frá lokum 10. bekkjar geta notað hann til að sækja um.
Lesa meira

Grunndeild rafiðna fær góða gjöf

Fimmtudaginn 29. September komu góðir gestir í heimsókn. Þar voru á ferðinni aðilar frá Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ), samtökum rafverktaka (SART) og félagi ...
Lesa meira

Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um stöðu framhaldsskólanna

Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra lýsir yfir áhyggjum af fjárhagsstöðu framhaldsskóla í landinu. Fram hefur komið að framlög til framhaldsskóla dugi...
Lesa meira

Forvarnarmánuður

Október er forvarnarmánuður í FSu. Forvarnarfulltrúi hefur í samvinnu við Skólann í okkar höndum teymið unnið að dagskrá fyrirlestra og fræðsluerinda af &ya...
Lesa meira