Fréttir
Góður árangur í frjálsum
21.11.2016
Nemendur Frjálsíþróttaakademíu stóðu sig vel á silfurmóti ÍR með 9 bætingar og 6 verðlaun.
Lesa meira
Málþing um heilsueflandi samfélag
18.11.2016
Í liðinni viku var haldið málþing á vegum Landlæknisembættisisns um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Þangað mættu fulltrúar sveitafélaganna og allra skólastiga á Suðurlandi.
Lesa meira
Stuð í BOXI
17.11.2016
Sl. laugardag tók lið frá FSu þátt í úrslitum BOXINS – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Þetta er í sjötta sinn sem keppnin er haldin og í fjórða skipti sem FSu tekur þátt og hefur í öll skiptin komist í úrslitin.
Lesa meira
Stofnfundur umhverfisnefndar FSu
16.11.2016
Stofnfundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 16. nóv síðastliðinn. Þar voru flottir fulltrúar nemenda mættir til að leggja sitt af mörkum í umhverfimálum bæði við skólann og í samfélaginu. FSu er skóli á grænni grein og stefnan er tekin á að verða brátt Grænfána skóli.
Lesa meira
Heimsókn í Háskólann í Reykjavík
16.11.2016
Þriðjudaginn 15. nóvember fóru nemendur í nútíma eðlisfræði í námsferð til Háskóla Reykjavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að veita nemendum sem nálgast útskrift innblástur um hvers konar nám gæti komið til greina fyrir þau.
Lesa meira
Vinnustofa hjá náms- og starfsráðgjöf
15.11.2016
Nám- og starfsráðgjöf býður upp á vinnustofur fyrir nemendur til að skipuleggja náms sitt á lokametrunum á önninni.
Lesa meira
Víg Höskuldar fest á filmu í íslensku
14.11.2016
Það er ýmislegt lesið og leikið í áfanganum ÍSLA, íslensku sem öðru máli. Á haustönn 2016 hafa nemendur m.a. lesið Njálu og kynnst sterkum persónum um leið og þeir velta fyrir sér atburðum sögunnar. Víg Höskuldar Hvítanesgoða er e.t.v. harmsögulegasti þátturinn enda má þar finna öfund og illsku en líka kærleika og fyrirgefningu.
Lesa meira
Fréttir af kór FSu
11.11.2016
Kór Fsu hefur í nógu að snúast og starfið fjölbreytt. Nú vinnur kórinn að undirbúningi söngferðalags til Dublin á vorönn 2017.
Lesa meira
Arna Dögg, Bergrún og Birta Rós sigra söngkeppni FSu
11.11.2016
Þær Arna Dögg Sturludóttir, Bergrún Gestsdóttir og Birta Rós Hlíðdal fóru með sigur af hólmi í Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu í gærkvöld. Tríóið söng lagið Don´t worry about me með Frances.
Lesa meira
Hestabraut FSU 10 ára
10.11.2016
Hestabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands hélt upp á 10 ára starfsafmæli fimmtudaginn 3. nóvember s.l. í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Nemendur og kennarar á hestabraut buðu öllum áhugasömum að koma á sýningu til að fræðast um starf brautarinnar og fagna með þeim þessum merka áfanga. Sýningin heppnaðist afar vel og var þétt setið í stúkunni. Í kjölfar ávarps skólameistara Olgu Lísu Garðarsdóttur héldu nemendur um klukkustundar langa sýningu þar sem þau kynntu hluta af því sem er verið að kenna í verklegum reiðmennskutímum brautarinnar.
Lesa meira