Fréttir

Listaverkagjöf

Nemendur vinna margt fallegt og skemmtilegt í myndlistartímum. Á dögunum varð til þessi skemmtilega mynd af Önnu Sigurveigu Ólafsdóttur á hestbaki á hestinum sínum henni Golu. Listamaðurinn er skólabróðir hennar, Pétur Gabríel Gústavsson. Hann afhenti henni gjöfina við hátíðlega athöfn í myndlistarstofunni. Á myndinni má sjá listamanninn ásamt Önnu Sigurveigu og Kötlu Sif Ægisdóttur, skólasystur þeirra.
Lesa meira

Landsliðsmaður heimsækir handboltaakademíu

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, er nýkominn heim af Evrópumeistaramótinu í Króatíu með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann kíkti á akademíuæfingu í Iðu í gær og fylgdist með krökkunum á skotæfingu.
Lesa meira

Nemendur í ensku gáfu ferðasöfnunarfé í sjóðinn góða

Nokkrir nemendur í áfanganum „English in real life“ fóru á haustönn í námsferð til Englands ásamt kennara sínum, Ingunni Helgadóttur og kennaranum Kristjönu Hrund Bárðardóttur. Markmið áfangans var að nemendur fái að vinna með hagnýta ensku, hvernig á að fylla út umsóknir, sækja um vinnu og allt sem tengist því að ferðast til enskumælandi lands og fleira.
Lesa meira

FSu úr leik í Gettu betur

Lið FSu hefur lokið leik í Gettu betur. Liðið tapaði naumlega fyrir liði Fjölbrautaskóla Breiðholts. Lokatölur voru 25 stig gegn 29 stigum FB. Keppnin var æsispennandi og mátti litlu muna.
Lesa meira

Önnur umferð í Gettu betur

Lið FSu mætir liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti á morgun, þriðjudaginn 16. janúar. Keppnin verður í útvarpssal í beinni útsendingu á Rás 2 strax að loknum kvöldfréttum um kl. 19.20 og hefst viðureign FSu kl.21
Lesa meira

FSu sigraði FVA í Gettu betur

Gettu betur lið FSu sigrað í kvöld i lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi með 30 stigum gegn 22 og eru því komin í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Gettu betur hefst í kvöld

Í kvöld, mánudaginn 8. janúar kl. 20:20 mun Gettu betur lið FSu keppa í útvarpssal í beinni útsendingu á Rás 2 við lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Lið FSu skipa þau Vilborg María Ísleifsdóttir, Artúr Guðnason og Sólmundur Magnús Sigurðarson. Liðsstjóri er Ágústa Ragnarsdóttir. Allir að stilla á Rás 2 í kvöld. Áfram FSu!
Lesa meira

Upphaf vorannar - kennsla hefst. Stundatöflur og töflubreytingar.

Fimmtudaginn 4. janúar kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá, föstudaginn 5. janúar.
Lesa meira

Sæbjörg Eva er dúx FSu á haustönn 2017

Sæbjörg Eva Hlynsdóttir er dúx FSu á haustönn 2017. Sæbjörg lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári. 70 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 21. desember.
Lesa meira