16.11.2017
Í nýnemaáfanganum Ergó fengum við tvær áhugaverðar heimsóknir síðustu daga:
Læknanemar á öðru ári við HÍ standa fyrir sjálfboðaverkefni sem heitir Ástráður sem felst í kynfræðslu fyrir nýnema. Þar er fjallað um mikilvægi sjálfsþekkingar, virðingar og samþykkis á þessu sviði og hvernig koma megi í veg fyrir kynsjúkdómasmit og ótímabærar þunganir. Sjá nánar á: http://astradur.is/
Lesa meira
14.11.2017
Starfsfólk FSu keppist þessa dagana við skemmtilegt prjónaverkefni. Á fundum, á kaffistofunni og jafnvel í vinnuherbergjum kennara má sjá litla garnpoka á víð og dreif ásamt prjónuðum garðaprjónslengjum.
Lesa meira
13.11.2017
Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 12:20- 12:50 bjóða náms- og starfsráðgjafar upp á örnámskeið í námstækni vegna prófaundirbúnings. Námskeiðið fer fram í stofu 310.
Lesa meira
12.11.2017
Lið FSu tók um helgina þátt í úrslitum í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Úrslitakeppnin fór að venju fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Lið FSu stóð sig með mikum ágætum og uppskar fyrir vikið þriðja sæti. Liðið skipuðu Leó Snær Róbertsson, Dagur Snær Elísson, Karólína Ívarsdóttir, Álfheiður Österby og Harpa Svansdóttir.
Lesa meira
09.11.2017
Magdalena Eldey Þórsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu fimmtudaginn 9. nóvember, en hún flutti Amy Winehouse lagið Back to black.
Lesa meira
08.11.2017
Fimmtudaginn 9. nóvember mun einn stærsti viðburður Suðurlands verða haldinn: Söngkeppni NFSu. Þar munu tíu galdrandi flott atriði munu stíga á stokk og keppast um Gullnu Eldinguna.
Lesa meira
05.11.2017
Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskóla í Árborg, bjóða upp á fræðslu í FSu fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk og ungmenna yngri en 18 ára miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18-20.
Lesa meira
03.11.2017
Nemendur í ENSK3ÞF05 (novel and film), opnuðu skólastofuna í vikunni og buðu gestum og gangandi að sjá kynningar á verkefnum sem þeir hafa verið að vinna að í októbermánuði. Verkefnið var valverkefni þar sem nemendur fjölluðu um ýmsar tegundir bóka og bíómynda, sumir bjuggu til sitt eigið handrit og tóku upp stuttmyndir, aðrir veltu fyrir sér sannsögulegum skáldsögum og kvikmyndum, hryllingsmyndum eða einbeittu sér að ákveðnum höfundum.
Lesa meira
31.10.2017
Í síðustu viku fór fram undankeppni Boxins þar sem 26 lið úr 14 framhaldsskólum tóku þátt en aðeins 8 lið úr jafnmörgum skólum eiga þess kost að komast í aðalkeppnina. Lið FSu tryggði sig áfram 5. árið í röð. Liðið mun etja kappi við Menntaskólann í Reykjavík, Kvennaskólann, Menntaskólann í Hamrahlíð, Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Menntaskólann á Laugarvatni, Tækniskólann og Menntaskólann í Kópavogi.
Lið FSu skipa þau Álfheiður Österby, Leó Snær Róbertsson, Harpa Svansdóttir, Karólína Ívarsdóttir og Dagur Snær Elísson.
Lesa meira