Fréttir
Góð gjöf
27.10.2017
Þriðjudaginn 24. október komu fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandinu og Samtökum rafverktaka á Suðurlandi færandi hendi. Þessi samtök gáfu nemendunum 11 sem er á fyrsta ári á grunndeild rafiðna, nýjar glæsilegar spjaldtölvur.
Lesa meira
Spilað í félagsfræði
26.10.2017
Nemendur í FÉLA2BY05 sem er grunnáfangi í félagsfræði hafa undanfarnar kennslustundir unnið að því að búa til spil tengd menningu og trúarbrögðum.
Lesa meira
Forvarnarfræðsla um rafrettur
25.10.2017
Nemendur FSU fengu í vikunni forvarnarfræðslu um rafrettur í sal skólans. Björg Eyþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og mastersnemi í heilbrigðsvísindum við HA, kom í heimsókn og ræddi við nemendur um skaðsemi og áhættur sem fylgja því að nota rafrettur.
Lesa meira
Hreyfanlegur veggur í veggjalist
23.10.2017
Þessa önnina er aðeins önnur nálgun í veggjalistinni. Nú er málað á vegg sem verður samsettur og hreyfanlegur og fer sú vinna fram í svokallaðri Smiðju í Hamri, hinu nýja og glæsilega verknámshúsi FSu. Önnin er hálfnuð og verkefnið því farið að taka á sig góða mynd.
Lesa meira
Pallborðsumræður og skuggakosningar
18.10.2017
Pallorðsumræður vegna komandi alþingiskosninga fóru fram í sal FSu mánudaginn 16. október. Fullur salur af nemendum fylgdist með umræðum í sal, en þar kynntu fulltrúar framboða í Suðurkjördæmi helstu stefnumál sín.
Lesa meira
Allir upp með hjálmana
16.10.2017
Nú hefur verið sett um geymsla fyrir hjálma í Hamri fyrir nemendur í húsasmíði. Hjálmunum hefur verið haganlega fyrirkomið þar sem nemendur geta gripið til þeirra fljótt og örugglega.
Lesa meira
Haustfrí
11.10.2017
Haustfrí er í skólanum fimmtudaginn 12. október og föstudaginn 13. október. Skrifstofa skólans verður lokuð.
Lesa meira
Nemendur skoða Írafoss-og Ljósafossstöðvar
10.10.2017
Nemendur í náttúrufræðiáfanga á starfsbraut heimsóttu Írafossstöð og kynntu sér starfsemi hennar. Vel var tekið á móti hópnum og fengu nemendur góða kynningu á starfsemi stöðvarinnar hjá Jóhanni Bjarnasyni stöðvarstjóra.
Lesa meira
Snoðun, hlaupahjólsáskorun og kallinn í kassanum á góðgerðarviku
09.10.2017
Í liðinni viku var líf og fjör í skólanum, en þá fór fram góðgerðarvika NFSu. Í þessari viku gafst nemendum tækifæri á að skora á hvorn annan og aðrir nemendur gátu síðan sett peninga undir sömu áskorun. Nú er FSu sérlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins Jos í Nígeríu og renna öll framlög beint til uppbyggingar þorpsins.
Lesa meira
Áfangamessa - fjölbreytni í fyrirrúmi
06.10.2017
Í vikunni var haldin svokölluð "áfangamessa". Þar kynntu kennarar námsgreinar á áfanga sem verða í boði á næstu önn og þannig geta nemendur betur áttað sig á því fjölbreytta námsvali sem er í boði við skólann. Valdagur er 18. október.
Lesa meira