03.10.2017
À haustönn hefur verid bođiđ uppà samspilsàfanga vid FSu eða Rokksmiðju eins og það er kallað. Í smiðjunni æfa þrjàr hljòmsveitir af kappi í hverri viku. Þarna er á ferðinni afar efnilegt tònlistarfòlk sem à framtìdina fyrir sèr. Kennari er Örlygur Atli Guðmundsson.
Lesa meira
03.10.2017
Á dögunum mættu nemendur á sjúkraliðabraut í hárdeildina á örnámskeið í hárgreiðslu
Lesa meira
28.09.2017
Starfsfólk FSu hugaði að eldmóði, markmiðssetningu, forgangsröðun í lífinu og jákvæðu viðmóti á stuttu námskeiði sem haldið var í vikunni. Valdimar Svavarsson, ráðgjafi og fyrirlesari sá um námskeiðið sem haldið var á vegum fagráðs FSu.
Lesa meira
26.09.2017
FSu er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni í gegnum áætlun sem nefnist Erasmus +.
Í vikunni sem leið voru 24 kennarar í heimsókn hjá okkur í tengslum við verkefnið, Lýðræði og seigla (Democratic European schools for success – DESS). Kennararnir komu frá samstarfslöndunum fimm: Rúmeníu, Búlgaríu, Þýskalandi, Spáni og Portúgal.
Lesa meira
24.09.2017
Nokkrir grjótharðir nemendur í fjallgönguáfanga FSu ásamt Sverri íþróttakennara, létu ekki rok og rigningu stoppa sig frá því að ganga um Hengilsvæðið síðastliðinn laugardag.
Lesa meira
20.09.2017
Í liðinni viku sóttu nokkrir enskukennarar skólans vinnustofu á vegum Félags Enskukennara sem haldin var í Reykjavík. Þar fjallaði Averil Coxhead um orðaforðakennslu og rannsóknir sínar á notkun orðaforða.
Lesa meira
18.09.2017
Þegar hefðbundinni kennslu er lokið á föstudögum, fara flestir nemendur heim í helgarfrí. Það á þó ekki við um nemendur í fimm fjallaáfanganum. Þeir nemendur reima á sig gönguskó og halda til fjalla.
Lesa meira
15.09.2017
Svo skemmtilega vildi til í vikunni að kennarar á bæði myndlista- og hestabraut ákvæðu að notfæra sér aðstöðuna í Smiðjunni í Hamri við kennslu á sama tíma. Nemendur á hestabraut voru að kryfja fætur hrossa sem er liður í að bæta þekkingu þeirra á járningum á meðan myndlistanemar voru að undirbúa fleti fyrir veggjalist.
Lesa meira
13.09.2017
FSu á afmæli í dag, 13. september. Skólinn okkar er 36 ára og ber aldurinn vel. Til hamingju öll.
Lesa meira
12.09.2017
Nemendur í áfanganum FILM1SX02 vinna fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð. Áfanginn snýst um að kynna fyrir nemendum á starfsbraut möguleika til hljóð og myndaupptöku sem búa í farsímunum þeirra og einnig að prófa ýmis ókeypis forrit sem hægt er að nota til kvikmyndagerðar.
Lesa meira